Game of Thrones: Drepur vonir áhorfenda Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2016 22:30 Mynd/HBO Byrjum á því hefðbundna. Hér að neðan verður fjallað um Game of Thrones þættina sem og bækurnar sem þættirnir eru byggðir á. Sérstaklega þátt þrjú í sjöttu seríu sem sýndur var á síðastliðinn mánudag. Þeir sem vilja ekki vita meira ættu ef til vill að hætta hér. En svo við tölum hreint út þá eruð þið, kæru lesendur, komnir þetta langt og líklega er þetta óþarfi. Heimur versnandi fer. Shaggydog er allur. Rickon Stark er mættur aftur í Game of Thrones eftir að hafa ekkert sést síðan í þriðju seríu. Óhætt er að segja að Rickon sé ekki meðal vina, en hann og Oshu, umsjónarkona hans, voru gefin að gjöf til Ramsay Bolton. Ramsay var efins um að þetta væri í raun Rickon en til sönnunar fengum við að sjá höfuð Shaggydog, úlfs Rickon. Sorgmæddir netverjar stungu upp kollinum víða og var Shaggydog syrgður. Hins vegar voru aðrir sem bentu á að höfuð úlfsins sem Smalljon Umber skellti á borðið væri allt of lítið til að geta verið Shaggydog. Umber og Rickon væru augljóslega að vinna saman að því að koma Ramsay fyrir kattarnef. Umber ættin hafi lengi stutt við bakið á Stark ættinni og færi ekki að svíkja þá núna. Leikarinn Art Parkinson, sem leikur Rickon, hefur nú aldeilis skotið þessa kenningu niður. „Uhh, já, ég myndi segja það,“ sagði hann þegar hann var spurður af blaðamanni Huffington Post hvort að höfuðið hefði verið af Shaggydog. Hann sagði þetta nokkuð svekkjandi því nú fengi hann ekki að hitta hundana sem hafa verið notaðir við tökur. „Þegar ég las að Shaggydog væri dauður var ég í smá uppnámi.“ Spurningin er hins vegar þessi: Eigum við að trúa honum? Framleiðendur og leikarar þáttanna hafa nú varið nærri því ári og sett mikið í það að ljúga að áhorfendum um örlög Jon Snow.Þegar Parkinson var spurður að því hvort að Umber ætlaði sér að svíkja Ramsay gaf hann ekki jafn afgerandi svar. Mikið sé um svik og pretti í þáttunum. „Það er mögulegt en það væri svekkjandi ef Umber væri í raun að svíkja Stark ættina.“Tower of Joy Annað atriði sem vakti mikla athygli í síðasta þætti var þegar Ned Stark reyndi að koma systur sinni til bjargar í sýn Bran. Lesendur bókanna hafa beðið eftir þessu atriði í allt að tuttugu ár, frá því fyrsta bókin kom út, og urðu þeir fyrir nokkrum vonbrigðum með að það skildi ekki vera klárað. Eftir bardaga á milli Ned Stark og félaga gegn meðlimum konungsvarðsveitarinnar hljóp Ned til að finna systur sína og við vitum ekki meir. Atriðið gæti sem sagt staðfest R+L=J kenninguna um uppruna Jon Snow.Sjá einnig: Lét framleiðendur Game of Thrones giska á nafn móður Jon Snow. Það er ein allra vinsælasta kenningin varðandi bækurnar og þættina og felur hún í sér að Jon sé ekki sonur Ned Stark heldur sonur Lyanna, systur Ned, og Rhaegar Targaryen. Ljóst er að við þurfum að bíða eitthvað eftir restinni af atriðinu. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Cersei þarf nauðsynlega á efnahagsráðgjafa að halda Ríki konungsins í Westeros er skuldsett upp fyrir haus, efnahagur álfunnar er í rústum og veturinn nálgast. 20. apríl 2016 20:30 Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins? Farið yfir vangaveltur og kenningar varðandi áframhald þáttanna. 27. apríl 2016 13:00 Game of Thrones: Nýr karakter kynntur til leiks Fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones, bókanna og margt fleira. 6. maí 2016 14:00 Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Byrjum á því hefðbundna. Hér að neðan verður fjallað um Game of Thrones þættina sem og bækurnar sem þættirnir eru byggðir á. Sérstaklega þátt þrjú í sjöttu seríu sem sýndur var á síðastliðinn mánudag. Þeir sem vilja ekki vita meira ættu ef til vill að hætta hér. En svo við tölum hreint út þá eruð þið, kæru lesendur, komnir þetta langt og líklega er þetta óþarfi. Heimur versnandi fer. Shaggydog er allur. Rickon Stark er mættur aftur í Game of Thrones eftir að hafa ekkert sést síðan í þriðju seríu. Óhætt er að segja að Rickon sé ekki meðal vina, en hann og Oshu, umsjónarkona hans, voru gefin að gjöf til Ramsay Bolton. Ramsay var efins um að þetta væri í raun Rickon en til sönnunar fengum við að sjá höfuð Shaggydog, úlfs Rickon. Sorgmæddir netverjar stungu upp kollinum víða og var Shaggydog syrgður. Hins vegar voru aðrir sem bentu á að höfuð úlfsins sem Smalljon Umber skellti á borðið væri allt of lítið til að geta verið Shaggydog. Umber og Rickon væru augljóslega að vinna saman að því að koma Ramsay fyrir kattarnef. Umber ættin hafi lengi stutt við bakið á Stark ættinni og færi ekki að svíkja þá núna. Leikarinn Art Parkinson, sem leikur Rickon, hefur nú aldeilis skotið þessa kenningu niður. „Uhh, já, ég myndi segja það,“ sagði hann þegar hann var spurður af blaðamanni Huffington Post hvort að höfuðið hefði verið af Shaggydog. Hann sagði þetta nokkuð svekkjandi því nú fengi hann ekki að hitta hundana sem hafa verið notaðir við tökur. „Þegar ég las að Shaggydog væri dauður var ég í smá uppnámi.“ Spurningin er hins vegar þessi: Eigum við að trúa honum? Framleiðendur og leikarar þáttanna hafa nú varið nærri því ári og sett mikið í það að ljúga að áhorfendum um örlög Jon Snow.Þegar Parkinson var spurður að því hvort að Umber ætlaði sér að svíkja Ramsay gaf hann ekki jafn afgerandi svar. Mikið sé um svik og pretti í þáttunum. „Það er mögulegt en það væri svekkjandi ef Umber væri í raun að svíkja Stark ættina.“Tower of Joy Annað atriði sem vakti mikla athygli í síðasta þætti var þegar Ned Stark reyndi að koma systur sinni til bjargar í sýn Bran. Lesendur bókanna hafa beðið eftir þessu atriði í allt að tuttugu ár, frá því fyrsta bókin kom út, og urðu þeir fyrir nokkrum vonbrigðum með að það skildi ekki vera klárað. Eftir bardaga á milli Ned Stark og félaga gegn meðlimum konungsvarðsveitarinnar hljóp Ned til að finna systur sína og við vitum ekki meir. Atriðið gæti sem sagt staðfest R+L=J kenninguna um uppruna Jon Snow.Sjá einnig: Lét framleiðendur Game of Thrones giska á nafn móður Jon Snow. Það er ein allra vinsælasta kenningin varðandi bækurnar og þættina og felur hún í sér að Jon sé ekki sonur Ned Stark heldur sonur Lyanna, systur Ned, og Rhaegar Targaryen. Ljóst er að við þurfum að bíða eitthvað eftir restinni af atriðinu.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Cersei þarf nauðsynlega á efnahagsráðgjafa að halda Ríki konungsins í Westeros er skuldsett upp fyrir haus, efnahagur álfunnar er í rústum og veturinn nálgast. 20. apríl 2016 20:30 Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins? Farið yfir vangaveltur og kenningar varðandi áframhald þáttanna. 27. apríl 2016 13:00 Game of Thrones: Nýr karakter kynntur til leiks Fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones, bókanna og margt fleira. 6. maí 2016 14:00 Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Cersei þarf nauðsynlega á efnahagsráðgjafa að halda Ríki konungsins í Westeros er skuldsett upp fyrir haus, efnahagur álfunnar er í rústum og veturinn nálgast. 20. apríl 2016 20:30
Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins? Farið yfir vangaveltur og kenningar varðandi áframhald þáttanna. 27. apríl 2016 13:00
Game of Thrones: Nýr karakter kynntur til leiks Fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones, bókanna og margt fleira. 6. maí 2016 14:00
Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30