Viðskipti innlent

Minni hagnaður hjá Íslandsbanka

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hagnaðurinn dróst saman vegna hærri tekna í óreglulegum liðum.
Hagnaðurinn dróst saman vegna hærri tekna í óreglulegum liðum. vísir/Vilhelm
Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta var 3,5 milljarðar króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016 samanborið við 5,4 milljarða króna á sama tímabili 2015. Munurinn stafar einkum af hærri tekjum í óreglulegum liðum, þ.e. hrein virðisbreyting útlána og hærri fjármunatekna, á fyrsta ársfjórðungi 2015.

Arðsemi eigin fjár var 6,9 prósent samanborið við 11,8 prósent á sama tíma 2015. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 3,6 milljörðum króna á fjórðungnum, samanborið við 4,4, milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2015 og arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 14 prósenta eiginfjárhlutfall A var 10,1 prósent samanborið við 15,0 prósent á sama tímabili 2015.

Hreinar vaxtatekjur voru 7,5 milljarðar króna sem er aukning um 22 prósent. Vaxtamunur var 2,9 prósent. Hreinar þóknanatekjur voru 3,1 milljarður króna eða 8,3 prósenta aukning milli ára.; þar af var 2,6 prósenta aukning hjá móðurfélaginu.

Kostnaðarhlutfall var 58,3 prósent. Bankaskattur og einskiptiskostnaður er undanskilinn við útreikning kostnaðarhlutfalls.

Útlán til viðskiptavina jukust um 1,7 prósent eða í 677,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi. Aukningin dreifist vel á mismunandi útlánaeiningar bankans.

Heildareignir voru 1.021 milljarður króna í lok fyrsta ársfjórðungs samanborið við 1.046 milljarða króna í desember 2015. Eiginfjárhlutfallið var 29,7 prósent.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×