Keegan: Íslenska sagan ekki enn öll sögð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. maí 2016 19:00 Kevin Keegan var meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í dag en hann segir að það sé margt áhugavert sem hafi verið rætt þar. Keegan verður áfram þátttakandi á sérstöku EM kvöldi ráðstefnunnar í kvöld en upplýsingar um dagskrá og miðasölu má finna á heimasíðu ráðstefnunnar. „Það eru 37 ár liðin síðan ég kom til Íslands en þá var ég að spila með Hamburg. Það hefur margt breyst en sumt er óbreytt,“ sagði Keegan sem sagði að ráðstefnan í dag hefði verið skemmtileg upplifun. Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og enska landsliðinu. Sjá einnig: Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM „Við höfum fengið að heyra margt áhugavert frá alls konar fólki sem býr yfir mjög mismunandi reynslu og notið velgengni.“ „Það var vel mætt og margar góðar spurningar bornar upp. Maður áttar sig á því að það er engin ein rétt lausn, hvorki í fótbolta né viðskiptum. Það eru margar leiðin á toppinn.“ Ráðstefnan heldur áfram í kvöld en þar verður til umræðu árangur íslenska knattpsyrnulandsliðsins og hvaða möguleika litlu liðin eiga á EM í sumar. „Þetta er rétti staðurinn til að ræða þetta. Það átti enginn von á þessu,“ sagði Keegan og rifjaði upp þegar hann frétti að Ísland hefði unnið Holland. „Ég vissi ekki um hvaða íþrótt það var. Íshokkí? Körfubolta? Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta var í fótbolta.“ Sjá einnig: Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður „En þetta er saga sem veitir mörgum innblástur, líkt og velgengni Leicester hefur gert í Englandi.“ Hann rifjar upp velgengni Danmerkur á EM 1992 og Grikklandi á EM tólf árum síðar. Nú eru önnur tólf ár liðin. „Ég óska Íslandi alls hins besta. Af hverju ekki? En ef Ísland spilar gegn Englandi í úrslitaleiknum, þá fáið þið ekki minn stuðning.“ Hann hvetur leikmenn til að njóta þess að spila á EM í sumar og láta ekki staðar numið. „Ef ég væri leikmaður Íslands myndi ég vilja vita hvort þetta væri allt og sumt eða hvort við ætluðum að gera eitthvað enn meira.“ „Ég held að sagan sé ekki öll sögð.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira
Kevin Keegan var meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í dag en hann segir að það sé margt áhugavert sem hafi verið rætt þar. Keegan verður áfram þátttakandi á sérstöku EM kvöldi ráðstefnunnar í kvöld en upplýsingar um dagskrá og miðasölu má finna á heimasíðu ráðstefnunnar. „Það eru 37 ár liðin síðan ég kom til Íslands en þá var ég að spila með Hamburg. Það hefur margt breyst en sumt er óbreytt,“ sagði Keegan sem sagði að ráðstefnan í dag hefði verið skemmtileg upplifun. Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og enska landsliðinu. Sjá einnig: Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM „Við höfum fengið að heyra margt áhugavert frá alls konar fólki sem býr yfir mjög mismunandi reynslu og notið velgengni.“ „Það var vel mætt og margar góðar spurningar bornar upp. Maður áttar sig á því að það er engin ein rétt lausn, hvorki í fótbolta né viðskiptum. Það eru margar leiðin á toppinn.“ Ráðstefnan heldur áfram í kvöld en þar verður til umræðu árangur íslenska knattpsyrnulandsliðsins og hvaða möguleika litlu liðin eiga á EM í sumar. „Þetta er rétti staðurinn til að ræða þetta. Það átti enginn von á þessu,“ sagði Keegan og rifjaði upp þegar hann frétti að Ísland hefði unnið Holland. „Ég vissi ekki um hvaða íþrótt það var. Íshokkí? Körfubolta? Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta var í fótbolta.“ Sjá einnig: Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður „En þetta er saga sem veitir mörgum innblástur, líkt og velgengni Leicester hefur gert í Englandi.“ Hann rifjar upp velgengni Danmerkur á EM 1992 og Grikklandi á EM tólf árum síðar. Nú eru önnur tólf ár liðin. „Ég óska Íslandi alls hins besta. Af hverju ekki? En ef Ísland spilar gegn Englandi í úrslitaleiknum, þá fáið þið ekki minn stuðning.“ Hann hvetur leikmenn til að njóta þess að spila á EM í sumar og láta ekki staðar numið. „Ef ég væri leikmaður Íslands myndi ég vilja vita hvort þetta væri allt og sumt eða hvort við ætluðum að gera eitthvað enn meira.“ „Ég held að sagan sé ekki öll sögð.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15