Ekki gerð athugasemd ef CFC eyðublöðum er ekki skilað inn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. maí 2016 15:49 Sigmundur Davíð birti bókhald sitt í dag til þess að færa sönnur á að hafa staðið í skilum. Hann hins vegar skilaði ekki inn CFC framtali, líkt og kveðið er á um eigi fólk félög á lágskattasvæðum. Samsett/Valli/Ernir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að ef hlutaðeigandi skattaðili leiðir skattstofna réttilega út á skattframtali sínu eða fylgiblaði án þess að fylla út CFC eyðublöð sé ekki gerð sérstök athugasemd við þann framtalsmáta verði skattstofnar réttilega ákvarðaðir. Ef vafi sé á slíku sé skorað á aðilann að bæta úr og skila CFC eyðublöðum ásamt fylgigögnum. „Eyðublöðin um CFC eru fyrst og fremst verkfæri til að leiða fram skattstofna en breyta í sjálfu sér engu um yfirferð skattframtala eða skattskyldu, hvort eyðublöðin séu fyllt út eða skattstofnar leiddir fram með öðrum hætti,“ segir Skúli Eggert. Hins vegar sé stefnt að því að gera útfyllingu CFC eyðublaða ófrávíkjanlega.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að stefnt sé að því að gera útfyllingu CFC eyðublaða ófrávíkjanlega. Vísir/Anton BrinkLíkt og greint var frá í dag opnaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, bókhald sitt og eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, vegna aflandsfélagsins Wintris Inc. Sigmundur greindi frá því á heimasíðu sinni að ekki hafi verið skilað inn svokölluðu CFC framtali vegna félagsins, enda hafi verið um að ræða verðbréfaeign í vörslu og fjárstýringu banka og tekjur af verðbréfum. CFC félag er erlent félag, sjóður eða stofnun sem staðsett eru á lágskattasvæðum en reglur um slík félög voru settar árið 2010.Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skattalagasérfræðingar hefðu sett spurningarmerki við orð Sigmundar um að honum hafi ekki verið skylt að skila inn CFC framtali. Það eigi ávallt að gera, annað sé ekki í samræmi við íslensk skattalög.Anna Sigurlaug Pálsdóttir átti félag sem skráð er á bresku jómfrúareyjunum.Vísir/ValliSigmundur sagði jafnframt að við framtalsgerð hafi verið horft í gegnum Wintris, eins og það hafi aldrei verið til og eignir þess skráðar sem bein eign Önnu Sigurlaugar frá því ári áður en CFC reglurnar tóku gildi. Skúli Eggert segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra aðila. Þó sé sú aðferð að horfa í gegnum aflandsfélag og færa eignir og tekjur beint inn á framtöl í sjálfu sér í samræmi við meginsjónarmið laga um tekjuskatt. „Við vissar aðstæður getur skattlagningin orðið lægri en þegar horft er í gegnum félag og fært beint inn á framtal,“ segir Skúli. Sigmundur fullyrti hins vegar á heimasíðu sinni að þessi leið sem hann hafi farið hafi skilað sér í hærri skattgreiðslum til ríkisins. Þá segir Skúli að unnið sé að því að gera CFC eyðublöð rafræn og ófrávíkjanleg. „Skattframtöl þar sem reynir á eignarhald lögaðila erlendis eru þannig að vélræn yfirferð er ekki framkvæmanleg. Ríkisskattstjóri hefur nú í undirbúningi að véltaka CFC eyðublöð þar sem tilteknir reitir verða númeraðir. Þegar því verki verður lokið mun útfylling eyðublaðanna verða ófrávíkjanleg.“ Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnar bókhaldið "Leiðrétting umsýslufélags á skráðu eignarhaldi 31. desember 2009 breytir engu um skattgreiðslur vegna Wintris,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 11. maí 2016 07:43 Setja spurningamerki við útskýringar Sigmundar Davíðs varðandi CFC-framtöl Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opnaði bókhald sitt í dag. 11. maí 2016 12:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að ef hlutaðeigandi skattaðili leiðir skattstofna réttilega út á skattframtali sínu eða fylgiblaði án þess að fylla út CFC eyðublöð sé ekki gerð sérstök athugasemd við þann framtalsmáta verði skattstofnar réttilega ákvarðaðir. Ef vafi sé á slíku sé skorað á aðilann að bæta úr og skila CFC eyðublöðum ásamt fylgigögnum. „Eyðublöðin um CFC eru fyrst og fremst verkfæri til að leiða fram skattstofna en breyta í sjálfu sér engu um yfirferð skattframtala eða skattskyldu, hvort eyðublöðin séu fyllt út eða skattstofnar leiddir fram með öðrum hætti,“ segir Skúli Eggert. Hins vegar sé stefnt að því að gera útfyllingu CFC eyðublaða ófrávíkjanlega.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að stefnt sé að því að gera útfyllingu CFC eyðublaða ófrávíkjanlega. Vísir/Anton BrinkLíkt og greint var frá í dag opnaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, bókhald sitt og eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, vegna aflandsfélagsins Wintris Inc. Sigmundur greindi frá því á heimasíðu sinni að ekki hafi verið skilað inn svokölluðu CFC framtali vegna félagsins, enda hafi verið um að ræða verðbréfaeign í vörslu og fjárstýringu banka og tekjur af verðbréfum. CFC félag er erlent félag, sjóður eða stofnun sem staðsett eru á lágskattasvæðum en reglur um slík félög voru settar árið 2010.Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skattalagasérfræðingar hefðu sett spurningarmerki við orð Sigmundar um að honum hafi ekki verið skylt að skila inn CFC framtali. Það eigi ávallt að gera, annað sé ekki í samræmi við íslensk skattalög.Anna Sigurlaug Pálsdóttir átti félag sem skráð er á bresku jómfrúareyjunum.Vísir/ValliSigmundur sagði jafnframt að við framtalsgerð hafi verið horft í gegnum Wintris, eins og það hafi aldrei verið til og eignir þess skráðar sem bein eign Önnu Sigurlaugar frá því ári áður en CFC reglurnar tóku gildi. Skúli Eggert segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra aðila. Þó sé sú aðferð að horfa í gegnum aflandsfélag og færa eignir og tekjur beint inn á framtöl í sjálfu sér í samræmi við meginsjónarmið laga um tekjuskatt. „Við vissar aðstæður getur skattlagningin orðið lægri en þegar horft er í gegnum félag og fært beint inn á framtal,“ segir Skúli. Sigmundur fullyrti hins vegar á heimasíðu sinni að þessi leið sem hann hafi farið hafi skilað sér í hærri skattgreiðslum til ríkisins. Þá segir Skúli að unnið sé að því að gera CFC eyðublöð rafræn og ófrávíkjanleg. „Skattframtöl þar sem reynir á eignarhald lögaðila erlendis eru þannig að vélræn yfirferð er ekki framkvæmanleg. Ríkisskattstjóri hefur nú í undirbúningi að véltaka CFC eyðublöð þar sem tilteknir reitir verða númeraðir. Þegar því verki verður lokið mun útfylling eyðublaðanna verða ófrávíkjanleg.“
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnar bókhaldið "Leiðrétting umsýslufélags á skráðu eignarhaldi 31. desember 2009 breytir engu um skattgreiðslur vegna Wintris,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 11. maí 2016 07:43 Setja spurningamerki við útskýringar Sigmundar Davíðs varðandi CFC-framtöl Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opnaði bókhald sitt í dag. 11. maí 2016 12:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Sigmundur Davíð opnar bókhaldið "Leiðrétting umsýslufélags á skráðu eignarhaldi 31. desember 2009 breytir engu um skattgreiðslur vegna Wintris,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 11. maí 2016 07:43
Setja spurningamerki við útskýringar Sigmundar Davíðs varðandi CFC-framtöl Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opnaði bókhald sitt í dag. 11. maí 2016 12:03