Handbolti

Tölfræðin sem Haukar mega ekki sjá fyrir leikinn í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Janus Daði Smárason.
Janus Daði Smárason. Vísir/Stefán
Afturelding tekur á móti Haukum í kvöld í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deildar karla í handbolta og geta Mosfellingar komist í 2-0 í einvíginu.

Afturelding vann fyrsta leikinn 34-31 á Ásvöllum og Mosfellsliðið er því komið með heimavallarréttinn því liðið þarf bara að vinna heimaleiki sína til að vera öruggt með Íslandsmeistaratitilinn.

Sagan er heldur betur á móti Haukum eftir úrslitin í fyrsta leiknum og það væri kannski best fyrir Gunnar Magnússon, þjálfara liðsins, að reyna að láta sína menn ekkert sjá eftirfarandi tölfræði.

Sjö lið hafa nefnilega unnið fyrsta leik úrslitaeinvígisins á útivelli og öll hafa þau unnið Íslandsmeistaratitilinn.

Vinni lið fyrsta leikinn á útivelli hafa tvö þeirra unnið einvígið 3-0 og fimm hafa unnið 3-1. Liðið sem tapar fyrsta leik á heimavelli hefur því ekki bara tapað í öll skiptin heldur aldrei komist í oddaleik heldur.

Þessi byrjun á úrslitaeinvíginu í ár ætti einnig að boða heimasigur að Varmá í kvöld því sex síðustu liðin sem hafa komist í 1-0 á útivelli í lokaúrslitum karla 1992-2015 hafa líka unnið leik tvö.

Síðasta lið til að tapa fyrsta leik á heimavelli og ná að jafna í leik tvö var Haukaliðið frá árinu 1994. Haukarnir unnu þá leik tvö 21-10 í Laugardalshöllinni þar Halldór Ingólfsson var markahæstur með 7 mörk og Petr Baumruk skoraði fjögur.



Úrslitaeinvígin í sögu úrslitakeppni karla 1992-2015 þar sem fyrsti leikur vannst á útivelli:

1994

Valur vann 20-14 útisigur á Haukum í fyrsta leik

Haukar unnu leik tvö 21-19

Valur vann einvígið 3-1

1996

Valur vann 31-26 útisigur á KA í fyrsta leik

Valur vann leik tvö 26-23

Valur vann einvígið 3-1

1998

Valur vann 21-18 útisigur á Fram í fyrsta leik

Valur vann leik tvö 28-25

Valur vann einvígið 3-1

2011

FH vann 22-21 útisigur á Akureyri í fyrsta leik

FH vann leik tvö 28-26

FH vann einvígið 3-1

2012

HK vann 26-23 útisigur á Haukum í fyrsta leik

HK vann leik tvö 29-26

HK vann einvígið 3-0

2013

Fram vann 20-18 útisigur á Haukum í fyrsta leik

Fram vann leik tvö 35-30

Fram vann einvígið 3-1

2015

Haukar unnu 23-22 útisigur á Aftureldingu í fyrsta leik

Haukar unnu leik tvö 21-18

Haukar unnu einvígið 3-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×