Hvað ræður för? Stjórnarmaðurinn skrifar 11. maí 2016 11:00 Panama-skjölin hafa nú verið gerð opinber í allri sinni dýrð og því á allra færi að nálgast skjölin og grúska eftir þörfum eða áhuga. Ljóst er að fjöldinn allur af Íslendingum kemur fram í skjölunum, en samkvæmt einum fjölmiðlinum er að finna nöfn 170 Íslendinga hið minnsta. Nú þegar mesta fárviðrinu virðist hafa slotað er áhugavert að velta því fyrir sér hvað réði því hverjir voru teknir fyrir og í hvaða röð. Óumflýjanlega var það svo að þeir sem fyrstir voru í röðinni fengu mesta umfjöllun á meðan þeir sem komu síðar hafa nokkurn veginn flogið undir radarinn. Þetta var fyrirsjáanlegt enda í samræmi við íslenska umræðuhefð, sem vanalega hefst á miklum upphrópunum en verður fljótlega að hvísli og gleymist að endingu. Þetta gerir það því miður að verkum að fá mál eru raunverulega leidd til lykta í umræðunni. Í skjölunum er að finna menn sem fyrirferðarmiklir hafa verið í viðskiptalífinu, t.d. forstjóra stærsta fjarskiptafyrirtækis landsins, en einnig tónlistarmenn, stjórnmálamenn og útgerðarmenn. Fæst hefur þetta fólk ratað í fjölmiðla með miklum trumbuslætti. Undantekning frá því hefur þó verið gerð hvað varðar stjórnmálamennina, sem hlýtur að teljast skiljanlegt. Ekki er gott að átta sig á því hvað hefur ráðið hverjir aðrir hafa verið teknir fyrir og hverjum hlíft. Spurning er hvort ekki sé eðlilegt að beina sjónum sérstaklega að útgerðinni, sem höndlar jú með auðlindir þjóðarinnar og sækir auð sinn þangað. Það hlýtur að vera siðferðislegur munur á því að færa fjármuni, sem sóttir eru í sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar, úr landi, og að sýsla með fjármuni sem aflað er með öðrum og almennari hætti eða hreinlega aflað annars staðar í heiminum, eins og raunin virðist vera í mörgum tilvikum. Það virðist þó ekki hafa ratað ofarlega á forgangslista blaðamannanna. Eðlilegast hefði verið að gera upplýsingarnar allar opinberar á sama tíma og umfjöllunin hófst. Fjölmiðlarnir sem í hlut áttu tóku sér hins vegar það vald að henda sumum fyrir ljónin, en hlífa öðrum. Þar er ábyrgð ríkisfjölmiðilsins stærst og mest. Áhugavert væri ef þeir gætu upplýst um hvað réði för. Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Panama-skjölin hafa nú verið gerð opinber í allri sinni dýrð og því á allra færi að nálgast skjölin og grúska eftir þörfum eða áhuga. Ljóst er að fjöldinn allur af Íslendingum kemur fram í skjölunum, en samkvæmt einum fjölmiðlinum er að finna nöfn 170 Íslendinga hið minnsta. Nú þegar mesta fárviðrinu virðist hafa slotað er áhugavert að velta því fyrir sér hvað réði því hverjir voru teknir fyrir og í hvaða röð. Óumflýjanlega var það svo að þeir sem fyrstir voru í röðinni fengu mesta umfjöllun á meðan þeir sem komu síðar hafa nokkurn veginn flogið undir radarinn. Þetta var fyrirsjáanlegt enda í samræmi við íslenska umræðuhefð, sem vanalega hefst á miklum upphrópunum en verður fljótlega að hvísli og gleymist að endingu. Þetta gerir það því miður að verkum að fá mál eru raunverulega leidd til lykta í umræðunni. Í skjölunum er að finna menn sem fyrirferðarmiklir hafa verið í viðskiptalífinu, t.d. forstjóra stærsta fjarskiptafyrirtækis landsins, en einnig tónlistarmenn, stjórnmálamenn og útgerðarmenn. Fæst hefur þetta fólk ratað í fjölmiðla með miklum trumbuslætti. Undantekning frá því hefur þó verið gerð hvað varðar stjórnmálamennina, sem hlýtur að teljast skiljanlegt. Ekki er gott að átta sig á því hvað hefur ráðið hverjir aðrir hafa verið teknir fyrir og hverjum hlíft. Spurning er hvort ekki sé eðlilegt að beina sjónum sérstaklega að útgerðinni, sem höndlar jú með auðlindir þjóðarinnar og sækir auð sinn þangað. Það hlýtur að vera siðferðislegur munur á því að færa fjármuni, sem sóttir eru í sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar, úr landi, og að sýsla með fjármuni sem aflað er með öðrum og almennari hætti eða hreinlega aflað annars staðar í heiminum, eins og raunin virðist vera í mörgum tilvikum. Það virðist þó ekki hafa ratað ofarlega á forgangslista blaðamannanna. Eðlilegast hefði verið að gera upplýsingarnar allar opinberar á sama tíma og umfjöllunin hófst. Fjölmiðlarnir sem í hlut áttu tóku sér hins vegar það vald að henda sumum fyrir ljónin, en hlífa öðrum. Þar er ábyrgð ríkisfjölmiðilsins stærst og mest. Áhugavert væri ef þeir gætu upplýst um hvað réði för.
Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira