Viðskipti innlent

Þrjár nýjar verslanir opnaðar í Smáralind

Samúel Karl Ólason skrifar
Cortefiel höfðar fyrst og fremst til karla og  kvenna á aldrinum 35 til 45 ára.
Cortefiel höfðar fyrst og fremst til karla og kvenna á aldrinum 35 til 45 ára.
Evrópska tískukeðjan Cortfiel Group ætlar að opna þrjár verslanir í Smáralindinni á þessu ári. Um er að ræða verslanirnar CortfielSpringfield og Womens Secret og stendur til að opna þær í byrjun september.

Cortefiel Group lýsir yfir ánægju með að geta hafið sókn sína inn á Norðurlandamarkað einmitt á Íslandi.  Smæð markaðarins (og tískuvitund Íslendinga) gera það að verkum að hér ríkir hörð samkeppni og við erum sannfærð um að Ísland sé rétti staðurinn til að láta reyna á hvernig gengur á því svæði,“ segir Antonis Kyprianou, framkvæmdastjóri hjá Cortefiel Grupo í tilkynningu.

„Við höfum undirbúið og áætlað þessa innkomu í rúmt ár. Af víðtækri reynslu um veröld víða höfum við lært að gæði og góð vörumerki ein og sér duga ekki til velgengni, heldur þarf að finna réttu samstarfsaðilana, sem deila sömu sýn og ástríðu. Eftir vandlega skoðun erum við sannfærð um að vel hafi tekist til með það val á Íslandi og við erum samstillt í sókninni. Við ætlum að bjóða upp á nýjar og spennandi vörur og vonum að íslenskir neytendur taki okkur opnum örmum.“

Cortfiel er með höfuðstöðvar á Spáni en saga þess nær aftur til ársins 1880. Nú rekur fyrirtækið verslanir í 86 löndum en nýjar verslanir í Smáralind eru þær fyrstu á Norðurlöndunum.

„Við erum hæstánægð með að Cortefiel skuli hafa valið Smáralind sem fyrsta vettvang verslana sinna á Norðurlöndum. Verslanirnar falla vel inn í verslanaflóru Smáralindar og eiga án efa eftir að falla vel í kramið hjá viðskiptavinum okkar,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×