Viðskipti innlent

Framkvæmdastjóri Vodafone í Færeyjum hættir

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Vodafone á Íslandi er með útibú í Færeyjum.
Vodafone á Íslandi er með útibú í Færeyjum. Vísir/Daníel
Gudny Langgaard hættir sem framkvæmdastjóri P/F Kall, sem er annað heiti yfir Vodafone í Færeyjum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Stjórn P/F Kall og Langgaard komust að samkomulagi um starfslok hennar. Hún hefur gegnt starfinu síðan í júlí árið 2011.

Ekki er fjallað nánar um hvers vegna Langgaard hættir en Bárður Nielsen, fjármálastjóri félagsins, mun taka tímabundið við sem framkvæmdastjóri á meðan ráðið hefur verið í stöðuna. Formlegt ferli til ráðningar framkvæmdastjóra verður sett af stað á næstu dögum.

P/F Kall er 100 prósent í eigu Fjarskipta hf. – Vodafone á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×