
Guðni í höfn?
Keppinautarnir eru varla ánægðir með niðurstöðuna. Guðni sigldi lygnan sjó, tók litla áhættu og komst vel frá sínu, þótt honum hafi vafist tunga um tönn þegar talið barst að Evrópusambandinu.
Davíð Oddsson, skæðasti keppinauturinn hingað til, reyndi að klóra í Guðna. Meðölin voru gamalkunn úr smiðju Davíðs. Hann bendlaði Guðna við Samfylkinguna, nokkuð sem Davíð telur ekki líklegt til pólitískra vinsælda miðað við stöðu þess ágæta flokks. Guðni hristi ávirðingar Davíðs léttilega af sér.
Davíð virtist kominn í annan ham en áður í kosningabaráttunni. Landsföðurlegi og auðmjúki grínistinn var á bak og burt. Í hans stað var kominn gamli pólitíski vígamaðurinn sem stærði sig af eigin afrekum og snupraði fréttamann sem honum þótti andsnúinn sér. Sjáum hvernig hamskiptin ganga í kjósendur.
Andri Snær Magnason fjallaði af eldmóði um sínar hugsjónir. Andri var með sviðsskrekk. Hann sveiflaði höndunum ótt og títt til að leggja áherslu á mál sitt, en tókst samt ágætlega upp. Andri Snær er sá frambjóðendanna sem er með skýrasta sýn. Hann hefur í mörg ár barist fyrir náttúruvernd. Í þættinum bætti hann launajafnrétti kynjanna og læsi skólabarna á listann.
Halla Tómasdóttir var mögulega sá frambjóðenda sem best komst frá sínu. Hún virtist full sjálfstrausts, var ákveðin og talaði af röggsemi. Kannski á hún mest inni. Spennandi verður að sjá hvort hún tekur kipp í könnunum.
Áherslur frambjóðendanna eru kannski ekki svo ólíkar. Enginn þeirra virtist fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið, þótt Andri Snær kæmist þar næst. Allir nema Davíð lýstu þó þeirri skoðun að eðlilegast væri að þjóðin kysi um málið.
Ekki var mikill áherslumunur þegar talið barst að stjórnarmyndun. Öll virtust á því að forseta bæri við eðlilegar aðstæður að halda sig að mestu til hlés en stuðla að því að í landinu sæti traust stjórn.
Um málskotsrétt forseta voru tvö sjónarmið. Guðni og Davíð telja að undirskriftir einar eigi ekki að duga til að knýja fram þjóðaratkvæði. Sannfæring forseta eigi að spila stóra rullu. Halla og Andri aðhyllast frekar hugmyndir um beint lýðræði. Þau myndu vilja setja sér vinnureglur um slíkt þótt ekki kæmi til stjórnarskrárbreytinga. Andri skipar sér með skýrum hætti í sveit þeirra, er vilja staðfesta stjórnarskrárdrögin, sem vefst fyrir Alþingi, en þjóðin hefur þegar samþykkt í kosningum.
Hvað sem þessum vangaveltum líður getur niðurstaðan varla verið önnur en sú að Guðni hafi komið standandi frá sínu fyrsta stóra prófi. Nú reynir á hina frambjóðendurna að saxa á forskotið sem eins og sakir standa virðist allt að því óyfirstíganlegt.
Skoðun

Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands?
Ingileif Jónsdóttir skrifar

Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Vopnakaup íslenska ráðamanna
Friðrik Erlingsson skrifar

Samstaðan er óstöðvandi afl
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands
Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar

Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ?
Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar

Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu
Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar

Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi
Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar

Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru
Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar

Gunnar Smári hvað er hann?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri
Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar

Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla
Hrönn Egilsdóttir skrifar

Forvarnir á ferð
Erlingur Sigvaldason skrifar

Vertu meðbyr mannúðar
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Fegurð sem breytir skólum
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation
Marianne Elisabeth Klinke skrifar

Verður Frelsið fullveldinu að bráð?
Anton Guðmundsson skrifar

Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun?
Ólafur Stephensen skrifar

Mataræði í stóra samhengi lífsins
Birna Þórisdóttir skrifar

Hvað varð um loftslagsmálin?
Kamma Thordarson skrifar

Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum
Inga Sæland skrifar

Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims
Snorri Másson skrifar

Ég kýs Magnús Karl sem rektor
Bylgja Hilmarsdóttir skrifar

Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni
Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda?
Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar

Lífið gefur engan afslátt
Davíð Bergmann skrifar

Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ
Árni Guðmundsson skrifar