Dómari bannar Johnny Depp að koma nálægt Amber Heard Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2016 21:55 Amber Heard og Johnny Depp. Vísir/Getty Dómari hefur samþykkt beiðni leikkonunnar Amber Heard um nálgunarbann á eiginmann hennar Johnny Depp. Má Depp ekki koma nálægt henni eða hafa samband við hana fram að 17. júní þegar mál hennar gegn leikaranum verður tekið fyrir en hún hefur sakað hann um ráðist á hana. Á vef Telegraph er vitnað í greinargerð frá Heard hún lagði fram á sama tíma og hún fór fram á nálgunarbann gegn leikaranum. Þar segir hún Depp hafa kastað farsíma í andlit hennar síðastliðinn laugardag. Hún lagði einnig fram ljósmynd af áverkum á andliti sínu. Hún segir leikarann hafa rifið í hár hennar, öskrað á hana og lamið hana ítrekað, ásamt því að grípa um andlit hennar. Þegar hún mætti í dómshúsið í Los Angeles í dag tóku fjölmiðlamenn eftir því að hún var marin á hægri kinn fyrir neðan auga. Lögreglan í Los Angeles var kölluð að heimili Depp og Heard á laugardag en sá sem hafði samband við lögreglu bað lögreglumennina um að gera ekki skýrslu um málið. Lögregluembættið í Los Angeles sagði lögreglumennina hafa metið málið svo að enginn glæpur hefði verið framinn. Heard segir Depp hafa verið undir áhrifum lyfja og áfengis þegar hann veittist að henni. „Ég lifi í þeim ótta að Johnny snúi aftur óboðinn til að hrella mig, líkamlega og andlega,“ segir Heard. Dómarinn varð ekki við beiðni Heard þess efnis að Depp þyrfti að undirgangast reiðistjórnunarnámskeið og þá vildi hann ekki verða við beiðni hennar um að Depp fengi ekki að koma nálægt hundi hennar. Heard fór fram á nálgunarbannið fimm dögum eftir að hafa farið fram á skilnað við Depp. Telegraph hefur eftir lögmanni Depp, Laura Wasser, að Depp sé í Portúgal þessa stundin þar sem hann kemur fram á tónleikum með hljómsveit sinni Hollywood Vampires. Wasser sagði í greinargerð sem lögð var fyrir dóminn í dag að Depp myndi ekki koma nálægt Heard. Sagði Wasser að þessi nálgunarbannsbeiðni Heard, ásamt beiðni um fjárhagsaðstoð frá Depp, virtist vera viðbragð Heard við neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun sem leikkonan hefur fengið eftir að hafa sótt um skilnað frá Depp. Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Dómari hefur samþykkt beiðni leikkonunnar Amber Heard um nálgunarbann á eiginmann hennar Johnny Depp. Má Depp ekki koma nálægt henni eða hafa samband við hana fram að 17. júní þegar mál hennar gegn leikaranum verður tekið fyrir en hún hefur sakað hann um ráðist á hana. Á vef Telegraph er vitnað í greinargerð frá Heard hún lagði fram á sama tíma og hún fór fram á nálgunarbann gegn leikaranum. Þar segir hún Depp hafa kastað farsíma í andlit hennar síðastliðinn laugardag. Hún lagði einnig fram ljósmynd af áverkum á andliti sínu. Hún segir leikarann hafa rifið í hár hennar, öskrað á hana og lamið hana ítrekað, ásamt því að grípa um andlit hennar. Þegar hún mætti í dómshúsið í Los Angeles í dag tóku fjölmiðlamenn eftir því að hún var marin á hægri kinn fyrir neðan auga. Lögreglan í Los Angeles var kölluð að heimili Depp og Heard á laugardag en sá sem hafði samband við lögreglu bað lögreglumennina um að gera ekki skýrslu um málið. Lögregluembættið í Los Angeles sagði lögreglumennina hafa metið málið svo að enginn glæpur hefði verið framinn. Heard segir Depp hafa verið undir áhrifum lyfja og áfengis þegar hann veittist að henni. „Ég lifi í þeim ótta að Johnny snúi aftur óboðinn til að hrella mig, líkamlega og andlega,“ segir Heard. Dómarinn varð ekki við beiðni Heard þess efnis að Depp þyrfti að undirgangast reiðistjórnunarnámskeið og þá vildi hann ekki verða við beiðni hennar um að Depp fengi ekki að koma nálægt hundi hennar. Heard fór fram á nálgunarbannið fimm dögum eftir að hafa farið fram á skilnað við Depp. Telegraph hefur eftir lögmanni Depp, Laura Wasser, að Depp sé í Portúgal þessa stundin þar sem hann kemur fram á tónleikum með hljómsveit sinni Hollywood Vampires. Wasser sagði í greinargerð sem lögð var fyrir dóminn í dag að Depp myndi ekki koma nálægt Heard. Sagði Wasser að þessi nálgunarbannsbeiðni Heard, ásamt beiðni um fjárhagsaðstoð frá Depp, virtist vera viðbragð Heard við neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun sem leikkonan hefur fengið eftir að hafa sótt um skilnað frá Depp.
Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira