Dómari bannar Johnny Depp að koma nálægt Amber Heard Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2016 21:55 Amber Heard og Johnny Depp. Vísir/Getty Dómari hefur samþykkt beiðni leikkonunnar Amber Heard um nálgunarbann á eiginmann hennar Johnny Depp. Má Depp ekki koma nálægt henni eða hafa samband við hana fram að 17. júní þegar mál hennar gegn leikaranum verður tekið fyrir en hún hefur sakað hann um ráðist á hana. Á vef Telegraph er vitnað í greinargerð frá Heard hún lagði fram á sama tíma og hún fór fram á nálgunarbann gegn leikaranum. Þar segir hún Depp hafa kastað farsíma í andlit hennar síðastliðinn laugardag. Hún lagði einnig fram ljósmynd af áverkum á andliti sínu. Hún segir leikarann hafa rifið í hár hennar, öskrað á hana og lamið hana ítrekað, ásamt því að grípa um andlit hennar. Þegar hún mætti í dómshúsið í Los Angeles í dag tóku fjölmiðlamenn eftir því að hún var marin á hægri kinn fyrir neðan auga. Lögreglan í Los Angeles var kölluð að heimili Depp og Heard á laugardag en sá sem hafði samband við lögreglu bað lögreglumennina um að gera ekki skýrslu um málið. Lögregluembættið í Los Angeles sagði lögreglumennina hafa metið málið svo að enginn glæpur hefði verið framinn. Heard segir Depp hafa verið undir áhrifum lyfja og áfengis þegar hann veittist að henni. „Ég lifi í þeim ótta að Johnny snúi aftur óboðinn til að hrella mig, líkamlega og andlega,“ segir Heard. Dómarinn varð ekki við beiðni Heard þess efnis að Depp þyrfti að undirgangast reiðistjórnunarnámskeið og þá vildi hann ekki verða við beiðni hennar um að Depp fengi ekki að koma nálægt hundi hennar. Heard fór fram á nálgunarbannið fimm dögum eftir að hafa farið fram á skilnað við Depp. Telegraph hefur eftir lögmanni Depp, Laura Wasser, að Depp sé í Portúgal þessa stundin þar sem hann kemur fram á tónleikum með hljómsveit sinni Hollywood Vampires. Wasser sagði í greinargerð sem lögð var fyrir dóminn í dag að Depp myndi ekki koma nálægt Heard. Sagði Wasser að þessi nálgunarbannsbeiðni Heard, ásamt beiðni um fjárhagsaðstoð frá Depp, virtist vera viðbragð Heard við neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun sem leikkonan hefur fengið eftir að hafa sótt um skilnað frá Depp. Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Dómari hefur samþykkt beiðni leikkonunnar Amber Heard um nálgunarbann á eiginmann hennar Johnny Depp. Má Depp ekki koma nálægt henni eða hafa samband við hana fram að 17. júní þegar mál hennar gegn leikaranum verður tekið fyrir en hún hefur sakað hann um ráðist á hana. Á vef Telegraph er vitnað í greinargerð frá Heard hún lagði fram á sama tíma og hún fór fram á nálgunarbann gegn leikaranum. Þar segir hún Depp hafa kastað farsíma í andlit hennar síðastliðinn laugardag. Hún lagði einnig fram ljósmynd af áverkum á andliti sínu. Hún segir leikarann hafa rifið í hár hennar, öskrað á hana og lamið hana ítrekað, ásamt því að grípa um andlit hennar. Þegar hún mætti í dómshúsið í Los Angeles í dag tóku fjölmiðlamenn eftir því að hún var marin á hægri kinn fyrir neðan auga. Lögreglan í Los Angeles var kölluð að heimili Depp og Heard á laugardag en sá sem hafði samband við lögreglu bað lögreglumennina um að gera ekki skýrslu um málið. Lögregluembættið í Los Angeles sagði lögreglumennina hafa metið málið svo að enginn glæpur hefði verið framinn. Heard segir Depp hafa verið undir áhrifum lyfja og áfengis þegar hann veittist að henni. „Ég lifi í þeim ótta að Johnny snúi aftur óboðinn til að hrella mig, líkamlega og andlega,“ segir Heard. Dómarinn varð ekki við beiðni Heard þess efnis að Depp þyrfti að undirgangast reiðistjórnunarnámskeið og þá vildi hann ekki verða við beiðni hennar um að Depp fengi ekki að koma nálægt hundi hennar. Heard fór fram á nálgunarbannið fimm dögum eftir að hafa farið fram á skilnað við Depp. Telegraph hefur eftir lögmanni Depp, Laura Wasser, að Depp sé í Portúgal þessa stundin þar sem hann kemur fram á tónleikum með hljómsveit sinni Hollywood Vampires. Wasser sagði í greinargerð sem lögð var fyrir dóminn í dag að Depp myndi ekki koma nálægt Heard. Sagði Wasser að þessi nálgunarbannsbeiðni Heard, ásamt beiðni um fjárhagsaðstoð frá Depp, virtist vera viðbragð Heard við neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun sem leikkonan hefur fengið eftir að hafa sótt um skilnað frá Depp.
Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira