Þróunarfélag stofnað vegna lestar frá Keflavíkurflugvelli Sæunn Gísladóttir skrifar 28. maí 2016 07:00 Ferðamenn gætu komist beint frá Keflavíkurflugvelli að BSÍ með fluglestinni. vísir/Vilhelm „Lest milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er orðin raunhæf og möguleg. Til þess að gera hana að veruleika þarf þróun og samstarf.“ Þetta sagði Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Fluglestarinnar þróunarfélags, á málþinginu í gær. Hann kynnti stöðu mála varðandi fluglestina og gerði grein fyrir mögulegri samvinnu með Borgarlínunni. Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur eignast þriggja prósenta hlut í félaginu með því að leggja inn sem stofnfé þegar framlagðan kostnað við frumskoðun verkefnisins. Eftir stofnfund verður breyting á hlutafjáreign Reykjavíkurborgar vegna innkomu aukins hlutafjár í verkefnið og verður eignin þá tvö prósent. Gert er ráð fyrir að fluglestin kosti 730 milljónir evra, jafnvirði 101,8 milljarða króna. Frá því í nóvember hafa staðið yfir samningaviðræður við sveitarfélögin um málið og liggur nú fyrir til afgreiðslu samstarfssamningur við þau um skipulagsmál. Meðal hluthafa í þróunarfélaginu eru Reykjavíkurborg og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum. Með samstarfssamningi verður tryggt að þróunarfélagið geti framkvæmt og fjármagnað nauðsynlegar rannsóknir til undirbúnings framkvæmdinni næstu þrjú árin, það mun kosta 1,5 milljarða króna. Fram kom í máli Runólfs að þróunarfélagið hefur fimm ár frá undirritun, eða þrjú ár frá því að skipulagsvinnu af hálfu sveitarfélagsins lýkur, til að nýta til hönnunar og fjármögnunar verkefnisins.Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri. Fréttablaðið/Stefán„Það eru margir möguleikar á tengslum Borgarlínu og Fluglestar. Engin tenging, möguleg tenging til framtíðar litið eða mikil tenging þannig að þau eigi að vinna saman,“ sagði Runólfur. „Kostnaðurinn af samnýtingu væri óviss, en skýr samlegðaráhrif væru til lækkunar á stofnkostnaði,“ sagði hann. Runólfur telur að fluglestin muni koma til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2. Heildarmagn CO2 ígildis frá bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu árið 2014 var um 800 þúsund tonn. Fluglestin myndi minnka losun um Reykjanesbraut um 19 prósent, en um 36 prósent árið 2040 (inni í þeim tölum er ekki reiknað með fjölgun rafbíla). Runólfur telur einnig að fluglestin muni draga úr umferðarþunga. „Reykjanesbraut verður með 17 þúsund bíla á dag árið 2025. Sú umferð myndi minnka um 21 prósent, eða um 3.600 bíla með fluglest. Áætluð umferð árið 2040 myndi minnka um 27 prósent,“ sagði Runólfur. Samstarfssamningur vegna fluglestarinnar hefur verið samþykktur hjá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, í Reykjavíkurborg og verið afgreiddur í Garðabæ. Hann bíður enn afgreiðslu í Hafnarfirði og Kópavogi. Í sumar og haust fer svo fram umfangsmikil rannsóknarvinna á jarðfræði höfuðborgarsvæðisins, markaðsgreining og ráðgjöf við leiðaval, og undirbúningur mats á umhverfisáhrifum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
„Lest milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er orðin raunhæf og möguleg. Til þess að gera hana að veruleika þarf þróun og samstarf.“ Þetta sagði Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Fluglestarinnar þróunarfélags, á málþinginu í gær. Hann kynnti stöðu mála varðandi fluglestina og gerði grein fyrir mögulegri samvinnu með Borgarlínunni. Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur eignast þriggja prósenta hlut í félaginu með því að leggja inn sem stofnfé þegar framlagðan kostnað við frumskoðun verkefnisins. Eftir stofnfund verður breyting á hlutafjáreign Reykjavíkurborgar vegna innkomu aukins hlutafjár í verkefnið og verður eignin þá tvö prósent. Gert er ráð fyrir að fluglestin kosti 730 milljónir evra, jafnvirði 101,8 milljarða króna. Frá því í nóvember hafa staðið yfir samningaviðræður við sveitarfélögin um málið og liggur nú fyrir til afgreiðslu samstarfssamningur við þau um skipulagsmál. Meðal hluthafa í þróunarfélaginu eru Reykjavíkurborg og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum. Með samstarfssamningi verður tryggt að þróunarfélagið geti framkvæmt og fjármagnað nauðsynlegar rannsóknir til undirbúnings framkvæmdinni næstu þrjú árin, það mun kosta 1,5 milljarða króna. Fram kom í máli Runólfs að þróunarfélagið hefur fimm ár frá undirritun, eða þrjú ár frá því að skipulagsvinnu af hálfu sveitarfélagsins lýkur, til að nýta til hönnunar og fjármögnunar verkefnisins.Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri. Fréttablaðið/Stefán„Það eru margir möguleikar á tengslum Borgarlínu og Fluglestar. Engin tenging, möguleg tenging til framtíðar litið eða mikil tenging þannig að þau eigi að vinna saman,“ sagði Runólfur. „Kostnaðurinn af samnýtingu væri óviss, en skýr samlegðaráhrif væru til lækkunar á stofnkostnaði,“ sagði hann. Runólfur telur að fluglestin muni koma til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2. Heildarmagn CO2 ígildis frá bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu árið 2014 var um 800 þúsund tonn. Fluglestin myndi minnka losun um Reykjanesbraut um 19 prósent, en um 36 prósent árið 2040 (inni í þeim tölum er ekki reiknað með fjölgun rafbíla). Runólfur telur einnig að fluglestin muni draga úr umferðarþunga. „Reykjanesbraut verður með 17 þúsund bíla á dag árið 2025. Sú umferð myndi minnka um 21 prósent, eða um 3.600 bíla með fluglest. Áætluð umferð árið 2040 myndi minnka um 27 prósent,“ sagði Runólfur. Samstarfssamningur vegna fluglestarinnar hefur verið samþykktur hjá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, í Reykjavíkurborg og verið afgreiddur í Garðabæ. Hann bíður enn afgreiðslu í Hafnarfirði og Kópavogi. Í sumar og haust fer svo fram umfangsmikil rannsóknarvinna á jarðfræði höfuðborgarsvæðisins, markaðsgreining og ráðgjöf við leiðaval, og undirbúningur mats á umhverfisáhrifum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira