Viðskipti innlent

Hagstofan hækkar hagvaxtaspá sína

ingvar haraldsson skrifar
Fjölgun ferðamanna skýrir stóran hluta af hagvexti síðustu ára.
Fjölgun ferðamanna skýrir stóran hluta af hagvexti síðustu ára.
Hagstofan spáir því að hagvöxtur verði 4,3 prósent á þessu ári og 3,5 prósent árið 2017. Því hefur stofnun hækkað hagvaxtaspá sína um 0,3 prósentustig frá síðustu spá sem kom út í lok febrúar en þá spáði Hagstofan 4 prósenta hagvexti í ár og 3,2 prósenta hagvexti að ári.

Samkvæmt nýju spánni verðu hagvöxtur árin 2018 til 2021 nærri 3 prósent árlega. Innlend eftirspurn, fyrst og fremst einkaneysla og fjárfesting eru að baki hagvextinum fyrstu árin að mati Hagstofunnar en árið 2016 er spáð 6,6% aukningu þjóðarútgjalda.

Einkaneysla er talin aukast um 6% árið 2016, 4,8% 2017, 3,6% árið 2018 og nærri 3% á ári eftir það. Þvíí hefur spá um einkaneyslu verið hækkuð um 0,8 prósentustig milli spá á þessu ári, og 0,6 prósentustig árið 2017.

Fjárfesting eykst um 16% árið 2016 samkvæmt spánni en var 13,2 prósent í síðustu spá. Þá er spáð 6,4% vexti fjárfestingar árið 2017 en var 7,7 prósent í síðustu spá en það ár verður stóriðjufjárfesting í hámarki.

Búist er við að samneysla aukist hægt í samræmi við áframhaldandi aðhald í opinberum útgjöldum.

„Afgangur verður af utanríkisviðskiptum allan spátímann, lítið eitt minnkandi í fyrstu þegar mestur kraftur er í einkaneyslu og fjárfestingu, en stöðugur eftir það,“ segir í spánni.

Verðbólga hækki

Búist er við að verðbólga hækki á seinni hluta þessa árs og verði 3,9 prósent að meðaltali á næsta ári og 3,5 prósent árið 2018 og hjaðni svo áfram í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×