Lífeyrissjóðirnir geti ekki sameiginlega keypt Arion banka Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. maí 2016 18:45 Það er ekki hægt að sætta sig við að hópur lífeyrissjóða ætli sér að eiga rúmlega 40 prósent af öllum skráðum hlutabréfum og ætli sér einnig að vera ráðandi hluthafi í stórum fjármálafyrirtækjum. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra.Eftir hrun hafa íslenskir lífeyrissjóðir orðið mjög áberandi á meðal stærri eigenda atvinnufyrirtækja en þeir eiga til að mynda um 45 prósent af skráðum hlutabréfum á markaði. Þá hefur einnig færst í vöxt að lífeyrissjóðir eigi eignarhluti í fleiri en einu fyrirtæki á sama markaði. Samkeppniseftirlitið hefur haft nokkrar áhyggjur af þessari þróun og stóð í gær fyrir umræðufundi um hvernig þetta eignarhald kemur til með að þróast næstu misserin, þegar stór skref verða stigin við losun gjaldeyrishafta.Undanfarið hafa margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins lýst yfir áhuga á að kaupa sameiginlega stóran hlut í Arion banka af kröfuhöfum Kaupþings. Hafa viðræður þess efnis staðið yfir frá því á seinni hluta síðasta árs.„Ég hef verið þeirrar skoðunar að það geti ekki verið heilbrigt við þessar aðstæður að lífeyrissjóðirnir líti á sig með einhverjum hætti sem eina blokk. Og ég hef athugasemdir við það þegar menn tala opinberlega um það að þeir séu blokk af aðilum sem að séu einhvern veginn einsleitir og sjálfgefið að þeir hagi sér með sama hætti, til dæmis við kaup á stórum fjármálafyrirtækjum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Lífeyrissjóðirnir geti ekki starfað saman með þessum hætti sem heild. Þá segir Bjarni að ef sami hópur lífeyrissjóða ætli sér að eiga rúmlega 40 prósent af öllum skráðum hlutabréfum og vilji einnig vera ráðandi hluthafi í stórum fjármálafyrirtækjum, þá sé það ástand sem að ekki sé hægt að sætta sig við.„Á sama tíma er alveg ljóst að fjármálafyrirtækin væru kjörinn valkostur fyrir lífeyrissjóðina, svo lengi sem þeir eru ekki að starfa sem ein blokk. Og svo lengi sem þeir ætla ekki að vera á sama tíma virkir eigendur í fjármálafyrirtækjunum og á fjölmörgum samkeppnissviðum í atvinnulífinu,“ segir Bjarni. Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Sjá meira
Það er ekki hægt að sætta sig við að hópur lífeyrissjóða ætli sér að eiga rúmlega 40 prósent af öllum skráðum hlutabréfum og ætli sér einnig að vera ráðandi hluthafi í stórum fjármálafyrirtækjum. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra.Eftir hrun hafa íslenskir lífeyrissjóðir orðið mjög áberandi á meðal stærri eigenda atvinnufyrirtækja en þeir eiga til að mynda um 45 prósent af skráðum hlutabréfum á markaði. Þá hefur einnig færst í vöxt að lífeyrissjóðir eigi eignarhluti í fleiri en einu fyrirtæki á sama markaði. Samkeppniseftirlitið hefur haft nokkrar áhyggjur af þessari þróun og stóð í gær fyrir umræðufundi um hvernig þetta eignarhald kemur til með að þróast næstu misserin, þegar stór skref verða stigin við losun gjaldeyrishafta.Undanfarið hafa margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins lýst yfir áhuga á að kaupa sameiginlega stóran hlut í Arion banka af kröfuhöfum Kaupþings. Hafa viðræður þess efnis staðið yfir frá því á seinni hluta síðasta árs.„Ég hef verið þeirrar skoðunar að það geti ekki verið heilbrigt við þessar aðstæður að lífeyrissjóðirnir líti á sig með einhverjum hætti sem eina blokk. Og ég hef athugasemdir við það þegar menn tala opinberlega um það að þeir séu blokk af aðilum sem að séu einhvern veginn einsleitir og sjálfgefið að þeir hagi sér með sama hætti, til dæmis við kaup á stórum fjármálafyrirtækjum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Lífeyrissjóðirnir geti ekki starfað saman með þessum hætti sem heild. Þá segir Bjarni að ef sami hópur lífeyrissjóða ætli sér að eiga rúmlega 40 prósent af öllum skráðum hlutabréfum og vilji einnig vera ráðandi hluthafi í stórum fjármálafyrirtækjum, þá sé það ástand sem að ekki sé hægt að sætta sig við.„Á sama tíma er alveg ljóst að fjármálafyrirtækin væru kjörinn valkostur fyrir lífeyrissjóðina, svo lengi sem þeir eru ekki að starfa sem ein blokk. Og svo lengi sem þeir ætla ekki að vera á sama tíma virkir eigendur í fjármálafyrirtækjunum og á fjölmörgum samkeppnissviðum í atvinnulífinu,“ segir Bjarni.
Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Sjá meira