Bíó og sjónvarp

Game of Thrones: Fjölmargir stökkva á grínið

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn maður hefur hafið hópfjáröflun á Kickstarter fyrir framleiðslu hurðastoppara merktum Hodor.
Einn maður hefur hafið hópfjáröflun á Kickstarter fyrir framleiðslu hurðastoppara merktum Hodor. Mynd/Kickstarter
Vinsamlegast athugið.



Þeim sem ekki hafa horft á síðasta þátt Game of Thrones, er stranglega bannað að fletta neðar hér á þessari síðu. Fjallið stendur vörð. Reyndu!

Jafnt einstaklingar sem og fyrirtæki virðast ætla að græða á dauða Hodor og sorgmæddum áhorfendum Game of Thrones. Aðrir eru að taka þátt í gríninu, sem verður að öllum líkindum óþolandi seinna meir.

Eins og áhorfendur vita kom í ljós af hverju Hodor greyið var Hodor en ekki Walder, eins og hann var skírður. Hann heyrði einhvern veginn skipunina Hold The Door í gegnum sýn Bran og í gegnum tímann og festist hún í hausnum á honum með þekktum afleiðingum.

Sjá einnig: Framleiðendurnir biðjast afsökunar

Nú er hægt að festa kaup á hurðastoppurum með áletruðu nafni Hodor, eða jafnvel mynd af honum, víða á netinu. Fyrirtæki eins og IKEA hafa einnig notað þáttinn til að auglýsa hurðastoppara.

Hér má sjá söfnun á Kickstarter. Markmið hennar var að safna 500 dölum, en þegar þetta er skrifað hafa rúmir fimm þúsund dalir safnast. Einnig má finna fallega hurðastoppara á Etsy.

IKEA í Ástralíu hefur reynt að græða á sorgum fólks.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.