Viðskipti innlent

Telja að 40 prósent nýrra starfsmanna komi erlendis frá

Sæunn Gísladóttir skrifar
Á þessu ári vinna að jafnaði 22 þúsund manns í ferðaþjónustu á Íslandi en það er ríflega tíu prósent starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði.
Á þessu ári vinna að jafnaði 22 þúsund manns í ferðaþjónustu á Íslandi en það er ríflega tíu prósent starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. Vísir/Pjetur
Líklegt er að um fjörutíu prósent nýrra starfsmanna í ferðaþjónustu árin 2016 og 2017 komi erlendis frá  en þeir eru nú 6 þúsund. Þetta eru á meðal helstu niðurstaðna sem koma fram í könnun Stjórnstöðvar ferðamála um mannaaflaþörf og þörf fyrir fræðslu/hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi, segir í tilkynningu. Könnunin var framkvæmd í apríl síðastliðnum og var send á stjórnendur íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í öllum landshlutum. 

Á þessu ári vinna að jafnaði 22 þúsund manns í ferðaþjónustu á Íslandi en það er ríflega tíu prósent starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. 

Fyrirtækin vilja helst auka hæfni í tengslum við þjónustulund og gestrisni, jákvætt viðmót, sjálfstæð vinnubrögð og samskiptahæfni. Mest vantar af fólki í ræstingar/þrif, starfsmenn í gestamóttöku, eldhús og veitingasal, leiðsögumenn, sölu- og afgreiðslufólk og faglærða matreiðslumenn. Erfiðast er að manna í ræstingar/þrif og í stöður faglærða matreiðslumanna.

Þá kalla fyrirtækin eftir fræðslu sem starfsmenn geti ástundað sem mest á vinnustað og vilja sjá heildstætt þrepaskipt starfsnám í ferðaþjónustu.

Hér má lesa niðurstöður könnunarinnar.


Tengdar fréttir

Erlent vinnuafl streymir aftur til Íslands

Hlutfall erlendra ríkisborgara af vinnuafli nam átta prósentum eftir hrun en nemur nú milli níu til tíu prósentum. Þörf er á allt að tvö til þrjú þúsund erlendum starfsmönnum á ári næstu árin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×