Innlent

Halla og Davíð bæta við sig

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Guðni Th. hefur enn töluvert forskot á hina forsetaframbjóðendurna.
Guðni Th. hefur enn töluvert forskot á hina forsetaframbjóðendurna. Vísir
Ný könnun sem Gallup gerði fyrir stuðningsmenn Davíðs Oddssonar daganna 19 – 25. maí gefur til kynna að Halla Tómasdóttir og Davíð Oddsson séu að bæta við sig fylgi.

Spurt var; „Ef eftirfarandi væru í framboði til embættis forseta Íslands, hvert þeirra myndir þú kjósa ef kosið yrði til forseta í dag?“.

Könnunin var framkvæmd í gegnum netið þar sem 1.429 þátttakendum var boðið að taka þátt. Þar af svöruðu 817 (57,2%). Þrjú prósent af þeim sem svöruðu sögðust ætla að skila auðu en 177 þeirra tóku ekki afstöðu.

Samkvæmt niðurstöðunum vilja 57% aðspurða Guðna Th. Jóhannesson sem næsta forseta en næstur á eftir honum er Davíð Oddsson sem nýtur stuðning 22% aðspurða. Um 10,9% völdu Andra Snæ Magnason en athygli vekur að 5,4% völdu Höllu Tómasdóttur en það er meira en tvöföldun þess fylgis sem hún mældist með í könnun MMR sem birt var í Fréttablaðinu og Vísi í morgun.

Miðað við þá könnun fer stuðningur við Höllu og Davíð vaxandi. Fylgi við Andra Snæ stendur í stað á meðan forskot Guðna Th. á aðra frambjóðendur minnkar örlítið.

Samkvæmt þessu verður Höllu Tómasdóttur boðið að taka þátt í kappræðunum sem fréttastofa 365 stendur fyrir á morgun.

Aðrir frambjóðendur með 4,6% samtals

Engir aðrir forsetaframbjóðendur ná 2% markinu samkvæmt þessari nýju könnun. Ástþór Magnússon fær 1,7%, Sturla Jónsson með 1,2%, Hildur Þórðardóttir með 0,8%, Guðrún Margrét Pálsdóttir með 0,4% og Elísabet Jökulsdóttir með 0,3%.

Fylgi Magnúsar Ingiberg Jónsson mælist í þessari könnun sem 0,2% en hann náði ekki að skila inn nægilega mörgum meðmælum til yfirkjörstjórna og verður því ekki með á kjörseðlinum.


Tengdar fréttir

Guðni Th. enn með langmest fylgi

Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×