Innanríkisráðuneytið gaf í dag út auglýsingu um það hverjir eru í framboði til kjörs forseta Íslands þann 25. júní næstkomandi. Alls skiluðu níu manns inn löglegu framboði en þeir eru eftirfarandi:
• Andri Snær Magnason, Karfavogi 16, Reykjavík
• Ástþór Magnússon, Bretlandi, dvalarstaður Vogasel 1, Reykjavík
• Davíð Oddsson, Fáfnisnesi 12, Reykjavík
• Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Framnesvegi 56a, Reykjavík
• Guðni Th. Jóhannesson, Tjarnarstíg 11, Seltjarnarnesi
• Guðrún Margrét Pálsdóttir, Kríunesi 6, Garðabæ
• Halla Tómasdóttir, Sunnubraut 43, Kópavogi
• Hildur Þórðardóttir, Kristnibraut 65, Reykjavík
• Sturla Jónsson, Tröllaborgum 7, Reykjavík
Magnús Ingberg Jónsson skilaði einnig inn framboði en hann náði ekki að safna nægilega mörgum undirskriftum. Greint frá því á laugardag að hann hygðist kæra framkvæmd kosninganna.
Þau eru í framboði til forseta Íslands

Tengdar fréttir

Guðni Th. enn með langmest fylgi
Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi.

Ætlar að kæra framkvæmd kosninganna
Magnús I. Jónsson, einn forsetaframbjóðenda, segir misvísandi upplýsingar frá yfirkjörstjórnum hafa orðið til þess að hann náði ekki að skila öllum gögnum inn.