Viðskipti innlent

Atvinnuleysi 4,9 prósent

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Að jafnaði voru 198.800 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í apríl
Að jafnaði voru 198.800 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í apríl vísir/vilhelm
Hlutfall atvinnulausra af vinnuafli mældist 4,9 prósent í apríl, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Þegar miðað er við sama tíma í fyrra jókst atvinnuþátttaka um 2,1 prósentustig og fækkaði atvinnulausum þannig um 800 manns.

Að jafnaði voru 198.800 manns á aldrinum 16 til 74 ára á vinnumarkaði í apríl, sem jafngildir 84,1 prósenta atvinnuþátttöku. Af þeim voru 188.900 starfandi og 9.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79,9 prósent.

Á vef Hagstofunnar segir að íslenskur vinnumarkaður sveiflist reglulega milli mánaða út af árstíðabundnum þáttum. Það megi til dæmis greinilega sjá á vormánuðum hvers árs þegar ungt fólk, á aldrinum 16 til 24 ára, streymir inn á vinnumarkaðinn í leit að sumar- og/eða framtíðarstörfum. Áhrifin séu þá helst þau að til skamms tíma eykst atvinnuleysi verulega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×