Viðskipti innlent

FME herðir reglur um kaupauka

ingvar haraldsson skrifar
Fjármálaeftirlitið hefur sett nýjar reglur um kaupauka.
Fjármálaeftirlitið hefur sett nýjar reglur um kaupauka. vísir/Vilhelm
Fjármálaeftirlitið hefur sett nýjar reglur um kaupaukagreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja sem fela í sér að eignarhaldsfélög á fjármálasviði falla einnig undir reglurnar.

Sex slík félög eru starfandi á Íslandi í dag, t.d. Kaupskil, sem fer með 87 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka, og Valitor Holding, eigandi Valitor. Reglubreytingin kemur í kjölfar breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki á síðasta ári.

Þá hefur hámarksgreiðsla við ráðningu verið lækkuð úr 60 prósentum af árslaunum án kaupauka í 25 prósent. Samkvæmt reglum FME mega kaupaukar ekki nema hærri upphæð en 25 prósentum af árslaunum starfsmanna og fresta á útborgun 40 prósenta greiðslnanna um þrjú ár. Þá hefur einnig verið bannað að greiða starfsmönnum kaupauka fyrir tilstilli þriðja aðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×