Pírati að leggja lokahönd á heimildarmynd um matarsóun sæunn gísladóttir skrifar 25. maí 2016 13:00 Sigríður Bylgja hefur gaman af ferðalögum og lærði meðal annars að kafa í Belís í Mið-Ameríku. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta leggst virkilega vel í mig, Píratar eru stór flokkur og eiga mikið inni fyrir næstu alþingiskosningar þannig að ég hlakka til að koma að starfinu og innra skipulagi, það er rosalega mikið að gera í innra skipulaginu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir sem tók við starfi framkvæmdastjóra Pírata á dögunum. Um þrjátíu umsækjendur sóttu um stöðuna. Framkvæmdaráð samþykkti einróma að ráða Sigríði Bylgju sem framkvæmdastjóra. „Í forgangi hjá mér er að fara og kynnast aðildarfélögunum og félögum sem eru í Pírötum og eru mjög virkir í innra starfinu. Fara meðal annars í heimsóknir til aðildarfélaganna okkar úti á landi og styrkja tengsl við landsbyggðina. Það er algjört forgangsatriði. Sýna mig og sjá aðra svo að fólk geti leitað til mín og ég geti miðlað,“ segir hún. Sigríður Bylgja er með BA-gráðu í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) frá Háskólanum á Bifröst og M.Sc. í mannvistfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð „Mannvistfræði er tiltölulega nýtt nám. Þetta er mjög þverfaglegt nám þar sem áherslan er svolítið á valddreifingu, sjálfbærni og umhverfismál. Þetta er gagnrýnin samfélagsrýni getum við sagt,“ segir hún. Sigríður Bylgja hefur komið víða við á ferlinum. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Starfsgreinasambandi Íslands og Landvernd. Hún hefur einnig starfað hjá utanríkisráðuneytinu og Saga Fest. „Ég hef gaman af öllu sem viðkemur mannlegum samskiptum, og það er svo fjölbreytt í hverju það getur falist,“ segir hún. Sigríður Bylgja er handritshöfundur og er að leggja lokahönd á framleiðslu heimildarmyndarinnar Use Less í samstarfi við Vesturport og Vakandi. „Heimildarmyndin fjallar um matar- og tískusóun og er gagnrýni á neysluhyggjuna í því samfélagi sem við búum í. Hún er á ensku og er hugsuð fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað.“ Maki Sigríðar Bylgju er Ingólfur Þorsteinsson matreiðslumaður. Helstu áhugamál hennar eru veiði og sund og ferðalög almennt. Sigríður Bylgja segir sérstaklega eftirminnilega ferð þegar hún var í starfsnámi um tíma í Belís í Mið-Ameríku og fór og lærði köfun í frægum neðansjávarhelli undan ströndum Belís sem nefnist Bláa holan. Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Sjá meira
„Þetta leggst virkilega vel í mig, Píratar eru stór flokkur og eiga mikið inni fyrir næstu alþingiskosningar þannig að ég hlakka til að koma að starfinu og innra skipulagi, það er rosalega mikið að gera í innra skipulaginu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir sem tók við starfi framkvæmdastjóra Pírata á dögunum. Um þrjátíu umsækjendur sóttu um stöðuna. Framkvæmdaráð samþykkti einróma að ráða Sigríði Bylgju sem framkvæmdastjóra. „Í forgangi hjá mér er að fara og kynnast aðildarfélögunum og félögum sem eru í Pírötum og eru mjög virkir í innra starfinu. Fara meðal annars í heimsóknir til aðildarfélaganna okkar úti á landi og styrkja tengsl við landsbyggðina. Það er algjört forgangsatriði. Sýna mig og sjá aðra svo að fólk geti leitað til mín og ég geti miðlað,“ segir hún. Sigríður Bylgja er með BA-gráðu í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) frá Háskólanum á Bifröst og M.Sc. í mannvistfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð „Mannvistfræði er tiltölulega nýtt nám. Þetta er mjög þverfaglegt nám þar sem áherslan er svolítið á valddreifingu, sjálfbærni og umhverfismál. Þetta er gagnrýnin samfélagsrýni getum við sagt,“ segir hún. Sigríður Bylgja hefur komið víða við á ferlinum. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Starfsgreinasambandi Íslands og Landvernd. Hún hefur einnig starfað hjá utanríkisráðuneytinu og Saga Fest. „Ég hef gaman af öllu sem viðkemur mannlegum samskiptum, og það er svo fjölbreytt í hverju það getur falist,“ segir hún. Sigríður Bylgja er handritshöfundur og er að leggja lokahönd á framleiðslu heimildarmyndarinnar Use Less í samstarfi við Vesturport og Vakandi. „Heimildarmyndin fjallar um matar- og tískusóun og er gagnrýni á neysluhyggjuna í því samfélagi sem við búum í. Hún er á ensku og er hugsuð fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað.“ Maki Sigríðar Bylgju er Ingólfur Þorsteinsson matreiðslumaður. Helstu áhugamál hennar eru veiði og sund og ferðalög almennt. Sigríður Bylgja segir sérstaklega eftirminnilega ferð þegar hún var í starfsnámi um tíma í Belís í Mið-Ameríku og fór og lærði köfun í frægum neðansjávarhelli undan ströndum Belís sem nefnist Bláa holan.
Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Sjá meira