Viðskipti innlent

Elísabet til Ölgerðarinnar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Elísabet hefur starfað við markaðsmál um árabil, og hefur ásamt samstarfskonum sínum leitt átakið „Á allra vörum."
Elísabet hefur starfað við markaðsmál um árabil, og hefur ásamt samstarfskonum sínum leitt átakið „Á allra vörum." Mynd/Ölgerðin
Elísabet Sveinsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri drykkja hjá Ölgerðinni.

Elísabet hefur starfað við markaðsmál um árabil, gegndi stöðu forstöðumanns markaðssviðs Advania og leiddi endurmörkun fyrirtækisins. Hún hefur um árabil verið í fremstu röð markaðsfólks á Íslandi, meðal annars formaður ÍMARK til nokkurra ára. Þá gegnir hún formennsku í Félagi háskólakvenna og kvenstúdenta um þessar mundir, segir í tilkynningu.

Á starfsferli sínum hefur hún stýrt markaðsmálum hjá Íslandsbanka, unnið að stofnun nýs sviðs innan Icelandair og stýrt tónlistarhúsinu Salnum í Kópavogi, svo eitthvað sé nefnt. Þá vann hún um skeið sem fréttamaður á fréttastofu RÚV.

Elísabet hefur látið til sín taka í ýmis konar sjálfboðastörfum og hefur, ásamt samstarfskonum sínum, leitt átakið „Á allra vörum“ sem á síðustu árum hefur staðið fyrir myndarlegum landsöfnunum. 

Elísabet er með MBA-próf frá Háskóla Íslands og próf í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla. Þá stundaði hún nám í Rockford University í Bandaríkjunum að stúdentsprófi loknu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×