Hrafnhildur Lúthersdóttir, sunddrottning úr SH, lauk keppni á Evrópumeistaramótinu í sundi í 50 metra laug sem fór fram í London í vikunni en hún vann alls þrjá verðlaunapeninga á mótinu.
Hrafnhildur byrjaði mótið af krafti þegar hún vann silfurverðlaun í 100 metra bringusundi á fimmtudaginn en hún setti nýtt Íslandsmet í leiðinni.
Var það besti árangur íslenskrar sundkonu á EM en Hrafnhildur fylgdi því eftir með bronsverðlaunum í 200 metra bringusundi á föstudaginn.
Hrafnhildur nældi síðan í silfur í 50 metra bringusundi fyrr í dag en það voru þriðju verðlaun hennar á þessu móti.
Hrafnhildur endaði því með þrjá verðlaunapeninga en hún vann fleiri verðlaunapeninga en lönd á borð við Rússland (2), Belgía(2), Finnland (2), Noreg (1) og Portúgal (1).
Sport