Stutta spilið bjargaði Spieth á Byron Nelson Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. maí 2016 10:00 Til hægri ljúfurinn. Vísir/Getty Jordan Spieth er í öðru sæti, tveimur höggum á eftir Brooks Koepka fyrir lokahringinn á AT&T Byron Nelson meistaramótinu í golfi sem fer fram í Texas um helgina. Spieth lék þriðja hringinn á þremur höggum undir pari þrátt fyrir að lenda í töluverðum vandræðum. Ben Crane sem leiddi eftir tvo hringi náði sér aldrei á strik á þriðja hring í dag og lék á tveimur höggum yfir pari. Er hann sex höggum á eftir Koepka fyrir lokahringinn. Spieth þurfti að treysta á stutta spilið í dag þar sem hann hitti brautina aðeins sjö sinnum í fjórtán tilraunum. Voru teighöggin hans út á þekju í gær en honum tókst að bjarga sér með stutta spilinu og kom inn í hús á þremur höggum undir pari. Spieth á því enn möguleiki að vinna þetta mót í fyrsta sinn á ferlinum en besti árangur hans á AT&T Byron Nelson mótinu er sextánda sæti þegar hann var sextán ára. Sergio Garcia, Matt Kuchar og Bud Cauley eru einu höggi á eftir Spieth í 3-5. sæti en það skyldi enginn útiloka að þeir blandi sér í baráttuna á lokadeginum. Helstu tilþrif frá þriðja leikdegi má sjá í myndbandi hér fyrir neðan. Lokadagur AT&T Byron Nelson meistaramótsins er í beinni útsendingu á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending 17:00. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jordan Spieth er í öðru sæti, tveimur höggum á eftir Brooks Koepka fyrir lokahringinn á AT&T Byron Nelson meistaramótinu í golfi sem fer fram í Texas um helgina. Spieth lék þriðja hringinn á þremur höggum undir pari þrátt fyrir að lenda í töluverðum vandræðum. Ben Crane sem leiddi eftir tvo hringi náði sér aldrei á strik á þriðja hring í dag og lék á tveimur höggum yfir pari. Er hann sex höggum á eftir Koepka fyrir lokahringinn. Spieth þurfti að treysta á stutta spilið í dag þar sem hann hitti brautina aðeins sjö sinnum í fjórtán tilraunum. Voru teighöggin hans út á þekju í gær en honum tókst að bjarga sér með stutta spilinu og kom inn í hús á þremur höggum undir pari. Spieth á því enn möguleiki að vinna þetta mót í fyrsta sinn á ferlinum en besti árangur hans á AT&T Byron Nelson mótinu er sextánda sæti þegar hann var sextán ára. Sergio Garcia, Matt Kuchar og Bud Cauley eru einu höggi á eftir Spieth í 3-5. sæti en það skyldi enginn útiloka að þeir blandi sér í baráttuna á lokadeginum. Helstu tilþrif frá þriðja leikdegi má sjá í myndbandi hér fyrir neðan. Lokadagur AT&T Byron Nelson meistaramótsins er í beinni útsendingu á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending 17:00.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira