Sport

Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet er hún komst í úrslit

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hrafnhildur í lauginni.
Hrafnhildur í lauginni. vísir/sund
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkonan úr SH, komst í dag örugglega í úrslitasundið í 50 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug sem fer fram í Englandi þessa dagana.

Hrafnhildur sem hefur náð hreint út sagt ótrúlegum árangri á EM var sex sekúndubrotum frá því að bæta eigið Íslandsmet í undanrásunum í morgun en það virtist bara hvetja hana til dáða.

Hún náði forskoti strax á upphafsmeturunum og kom fyrst í mark í fyrri undanúrslitunum á nýju Íslandsmeti, 30,83 og bætti hún sig því um 0,11 sekúndubrot frá því í morgun.

Bætti hún með því eigið Íslandsmet sem hún setti í Kazan í ágúst 2015.

Hrafnhildur var með þriðja besta tímann í undanúrslitinum á eftir Jennie Johansson og Jenna Laukkanen en úrslitasundið fer fram 15.12 á morgun.


Tengdar fréttir

Hrafnhildur í úrslit

Hrafnhildur Lúthersdóttir mun keppa til úrslita í 200 metra bringusundi á morgun á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×