Íslenska vorið 2016: upp rennur lýðræði fyrir okkur öll Cricket Keating og Susan Burgess skrifar 21. maí 2016 07:00 Upp úr 2010 fylgdist heimsbyggð öll með því sem síðar var kallað arabíska vorið. Konur og karlar í arabalöndunum virkjuðu samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter til að skipuleggja, skrásetja og opinbera viðleitni sína til þess að losna undan harðstjórn. Um sama leyti var almenningur á Íslandi virkjaður til að semja stjórnarskrá og þar með var sýnt fram á að unnt væri að nota fjölmiðlunartæki tuttugustu og fyrstu aldar til þess að skapa þátttökulýðræði. Íslendingar brugðust við einokun elítunnar á ákvarðanatöku með því að leggja nýjan vettvang til sameiginlegrar ákvarðanatöku almennings, með þjóðfundum, stjórnlagaþingi og loks þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Reyndar voru ákvarðanir þessara aðila ekki bindandi, en þar var sett fram og kynnt sameiginlegt val almennings, og var þar með vefengdur með afgerandi hætti hefðbundinn ákvörðunarréttur elítunnar. Íslendingar luku upp rými sem gerði almenningi kleift að skapa nýja framtíðarsýn fyrir landið, með samspili samfélagsmiðla og opinna umræðna, og þar með varð til ný tegund þátttökuferlis sem varð að fyrirmynd fyrir „opinbera“ ritun stjórnarskrár, og var það gert með leyfi stjórnarinnar. Það eru orð að sönnu að tilraun Íslendinga til stafræns lýðræðis sannar að það er unnt að beita samfélagsmiðlum tuttugustu og fyrstu aldar til þess að brydda upp á nýjum aðferðum til þátttöku, þannig að allir sitji „við sama borð“, eins og það er orðað í formála nýju stjórnarskrárinnar. Slíkt lýðræði er gert af og fyrir 99%, eða „okkur hin“, eins og stjórnmálafræðingurinn Jodi Dean orðaði það svo skýrt. Það er byggt á sameiginlegum staðli þar sem gerð er krafa um að við komum að ákvörðunum sem hafa áhrif á líf okkar, og að því valdi sem við lútum. Eins og íslenskur þátttakandi orðaði það: „Það er hægt, við sýndum fram á það.“Tækifæri til að leiða nýtt átak Á Íslandi eru aðstæður nokkuð sérstakar. Þjóðin er fámenn, menntuð og einsleit, og nánast allir hafa aðgang að Netinu. Því hafa ýmsir dregið í efa að nýjungar sem Íslendingar hafa lagt fram í stjórnarskrármálum geti nýst í lagskiptu, fjölþjóðlegu, fjöltyngdu og fjölmennu samfélagi á borð við Bandaríkin eða Indland. Auðvitað er spurningunni ósvarað, en við viljum benda á að lítil ríki hafa oft haft forgöngu um að breikka og dýpka framkvæmd lýðræðis. Til dæmis var Nýja-Sjáland fyrsta ríkið, þar sem almennur kosningaréttur fullorðinna var tekinn upp árið 1893, og nú þykir það sjálfsagt í lýðræðisríki, þótt slíkur kosningaréttur hafi ekki alls staðar verið tekinn upp. Nú vísa Íslendingar heimsbyggðinni veginn að lýðræðisvæddu lýðræði, með nýtingu hátæknitækja tuttugustu og fyrstu aldar, þannig að nýjar hugmyndir um þátttöku almennings komast í framkvæmd og færa stjórnarskrárbundið lýðræði upp í æðra veldi. Því miður hefur Alþingi ekki fullgilt stjórnarskrána og hunsað ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012, þar sem um tveir af hverjum þremur kjósendum samþykktu hana. Vorið 2016 færir Íslendingum tækifæri til að leiða nýtt átak og von um lýðræðislegar breytingar. Kraftvægi skapaðist þegar forsætisráðherra sagði af sér í kjölfar mótmæla, og nú þrýsta aðgerðasinnar á Alþingi til þess að fullgilda stjórnarskrána eftir öll þessi ár. Í maílok verður haldinn opinn borgarafundur um framtíð lýðræðis og stjórnarskrána. Eins og vera ber þegar þátttaka er almenn verður þessu vonandi fylgt eftir með nokkurra daga almennri greiningu stöðunnar og samræðum um sjálfa stjórnarskrána. Eins og einn Íslendinganna orðaði það: „Við erum bara lítið eyland en við höfum hlutverki að gegna í heimssögunni. Ísland er eins og tilraunastofa, það er tilraunastofa fyrir nýja heimsmynd?… Það sem við gerum í grasrótinni, með því að veita öllum aðild að hugsjónum okkar og gildum?… það er nýjung í þróun lýðræðis.“ Við sendum ykkur kveðju yfir Atlantsála og sameinumst ykkur í von og baráttu um að þessi nýja mynd lýðræðis verði loks að veruleika: lýðræði fyrir okkur öll.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Upp úr 2010 fylgdist heimsbyggð öll með því sem síðar var kallað arabíska vorið. Konur og karlar í arabalöndunum virkjuðu samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter til að skipuleggja, skrásetja og opinbera viðleitni sína til þess að losna undan harðstjórn. Um sama leyti var almenningur á Íslandi virkjaður til að semja stjórnarskrá og þar með var sýnt fram á að unnt væri að nota fjölmiðlunartæki tuttugustu og fyrstu aldar til þess að skapa þátttökulýðræði. Íslendingar brugðust við einokun elítunnar á ákvarðanatöku með því að leggja nýjan vettvang til sameiginlegrar ákvarðanatöku almennings, með þjóðfundum, stjórnlagaþingi og loks þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Reyndar voru ákvarðanir þessara aðila ekki bindandi, en þar var sett fram og kynnt sameiginlegt val almennings, og var þar með vefengdur með afgerandi hætti hefðbundinn ákvörðunarréttur elítunnar. Íslendingar luku upp rými sem gerði almenningi kleift að skapa nýja framtíðarsýn fyrir landið, með samspili samfélagsmiðla og opinna umræðna, og þar með varð til ný tegund þátttökuferlis sem varð að fyrirmynd fyrir „opinbera“ ritun stjórnarskrár, og var það gert með leyfi stjórnarinnar. Það eru orð að sönnu að tilraun Íslendinga til stafræns lýðræðis sannar að það er unnt að beita samfélagsmiðlum tuttugustu og fyrstu aldar til þess að brydda upp á nýjum aðferðum til þátttöku, þannig að allir sitji „við sama borð“, eins og það er orðað í formála nýju stjórnarskrárinnar. Slíkt lýðræði er gert af og fyrir 99%, eða „okkur hin“, eins og stjórnmálafræðingurinn Jodi Dean orðaði það svo skýrt. Það er byggt á sameiginlegum staðli þar sem gerð er krafa um að við komum að ákvörðunum sem hafa áhrif á líf okkar, og að því valdi sem við lútum. Eins og íslenskur þátttakandi orðaði það: „Það er hægt, við sýndum fram á það.“Tækifæri til að leiða nýtt átak Á Íslandi eru aðstæður nokkuð sérstakar. Þjóðin er fámenn, menntuð og einsleit, og nánast allir hafa aðgang að Netinu. Því hafa ýmsir dregið í efa að nýjungar sem Íslendingar hafa lagt fram í stjórnarskrármálum geti nýst í lagskiptu, fjölþjóðlegu, fjöltyngdu og fjölmennu samfélagi á borð við Bandaríkin eða Indland. Auðvitað er spurningunni ósvarað, en við viljum benda á að lítil ríki hafa oft haft forgöngu um að breikka og dýpka framkvæmd lýðræðis. Til dæmis var Nýja-Sjáland fyrsta ríkið, þar sem almennur kosningaréttur fullorðinna var tekinn upp árið 1893, og nú þykir það sjálfsagt í lýðræðisríki, þótt slíkur kosningaréttur hafi ekki alls staðar verið tekinn upp. Nú vísa Íslendingar heimsbyggðinni veginn að lýðræðisvæddu lýðræði, með nýtingu hátæknitækja tuttugustu og fyrstu aldar, þannig að nýjar hugmyndir um þátttöku almennings komast í framkvæmd og færa stjórnarskrárbundið lýðræði upp í æðra veldi. Því miður hefur Alþingi ekki fullgilt stjórnarskrána og hunsað ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012, þar sem um tveir af hverjum þremur kjósendum samþykktu hana. Vorið 2016 færir Íslendingum tækifæri til að leiða nýtt átak og von um lýðræðislegar breytingar. Kraftvægi skapaðist þegar forsætisráðherra sagði af sér í kjölfar mótmæla, og nú þrýsta aðgerðasinnar á Alþingi til þess að fullgilda stjórnarskrána eftir öll þessi ár. Í maílok verður haldinn opinn borgarafundur um framtíð lýðræðis og stjórnarskrána. Eins og vera ber þegar þátttaka er almenn verður þessu vonandi fylgt eftir með nokkurra daga almennri greiningu stöðunnar og samræðum um sjálfa stjórnarskrána. Eins og einn Íslendinganna orðaði það: „Við erum bara lítið eyland en við höfum hlutverki að gegna í heimssögunni. Ísland er eins og tilraunastofa, það er tilraunastofa fyrir nýja heimsmynd?… Það sem við gerum í grasrótinni, með því að veita öllum aðild að hugsjónum okkar og gildum?… það er nýjung í þróun lýðræðis.“ Við sendum ykkur kveðju yfir Atlantsála og sameinumst ykkur í von og baráttu um að þessi nýja mynd lýðræðis verði loks að veruleika: lýðræði fyrir okkur öll.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun