Viðskipti innlent

Hrönn Greipsdóttir nýr fjárfestingastjóri hjá VÍB

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Hrönn Greipsdóttir er nýr fjárfestingastjóri hjá VÍB.
Hrönn Greipsdóttir er nýr fjárfestingastjóri hjá VÍB. Vísir
Hrönn Greipsdóttir hefur verið ráðin sem fjárfestingastjóri hjá VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. Hrönn hefur verið framkvæmdarstjóri Eldeyjar og mun halda því með fram nýja starfinu. Eldey var stofnað sem fjárfestingafélag í afþreyingartengdri ferðaþjónustu. Hér eftir mun eignastýring Eldeyjar fara fram hjá VÍB og þar með áfram undir umsjón Hrannar.

Hrönn útskrifaðist með Cand.oecon gráðu frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og með MBA með fjármálaáherslu frá CASS í London.

Elín Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri VÍB, segir það mikinn styrk fyrir sjóðinn að fá Hrönn til starfa. „Við sjáum mikil tækifæri í áframhaldandi sókn Eldeyjar við uppbyggingu ferðaþjónustunnar og erum stolt af hlutverki VÍB í framþróun greinarinnar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×