Guðlaugur Victor: Ætla að bæta upp fyrir þessa átta mánuði og slá í gegn Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. maí 2016 13:30 Guðlaugur Victor Pálsson byrjaði frábærlega með Esbjerg en missti svo af næstum öllu tímabilinu. vísir/efb.dk „Þetta var skrítið - ég skal viðurkenna það,“ segir knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni, við Vísi um endurkomu sína á fótboltavöllinn um síðustu helgi. Victor var keyptur til Esbjerg frá Helsingborg í Svíþjóð síðasta sumar og byrjaði af krafti. Hann skoraði í fyrsta leik og var valinn maður leiksins. Hann meiddist svo í þriðja leik mjög illa og var frá í átta mánuði þar til hann sneri aftur um helgina þar sem hann kom inn á í leik gegn Bröndby. „Það var að sjálfsögðu frábært og gaman og skemmtilegt að spila aftur fótbolta en aftur á móti fann ég alveg að það vantar upp á ýmislegt eins og snerpu og fleira,“ segir hann. „Það mun taka sinn tíma að koma sér í almennilegt stand og fá allt til að smella aftur. Þetta hefur verið helvíti erfitt en maður getur ekki annað en brosað þegar maður er byrjaður að sparka í bolta aftur,“ segir Victor. Miðjumaðurinn öflugi úr Grafarvoginum var á fínum skriði á ferlinum þegar hann meiddist. Honum gekk vel í Svíþjóð áður en hann fór til Danmerkur þar sem hann fékk svo varla tækifæri til að sýna stuðningsmönnum hvað í honum býr. „Þetta var ákveðið sjokk í sjálfu sér því þetta er í fyrsta skipti á mínum ferli sem ég meiðist. Ég man bara ekki eftir því að hafa misst af leik á mínum ferli vegna meiðsla,“ segir Victor. „Svo voru þetta líka svo alvarleg meiðsli þannig það var ákveðið áfall líka. Ég þekkti ekkert hvernig það er að vera meiddur. Það erfiðasta er samt tímasetningin. Henni var erfiðast að kyngja.“„Það sem bítur mig mest er að hafa ekki fengið tækifæri vegna meiðslanna.“vísir/gettyMissti af tækifærinu Tímasetningin var svo sannarlega slæm fyrir Victor sem var auðvitað nýkominn til Esbjerg þegar hann meiðist. Þar með var ekki öll sagan sögð því Victor ætlaði sér að gera allt hvað hann gat til að fá tækifæri í æfingaleikjum íslenska landsliðsins með þá von í hjarta að vera í EM-hópnum í sumar. „Ég leit á þetta þannig að það var ákveðin samkeppni í landsliðinu um stöðu varnarsinnaðs miðjumanns sem er mín uppáhaldsstaða. Þetta leit samt ekki það vel út þegar ég var hjá Helsingborg þar sem ég var að spila sem miðvörður. Þar fékk ég að heyra frá mínu fólki að möguleikar mínir með landsliðinu voru litlir,“ segir Victor. „Að sjálfsögðu veit ég að ég hefði boðið upp á góða samkeppni í landsliðinu en síðan veit maður ekkert hvað hefði gerst. Ég hefði þurft að standa mig í þessum æfingaleikjum ef ég hefði fengið tækifæri í þeim og auðvitað hefði ég líka þurft að standa mig hjá Esbjerg. Ég allavega byrjaði mjög vel hér,“ segir Victor sem ætlaði sér vitaskuld stóra hluti í vetur. „Ég ætlaði mér að slá í gegn hjá Esbjerg og vinna mér sæti í landsliðshópnum fyrir æfingaleikina og sanna mig bæði þar og með félagsliðinu. Ég er alveg fullviss um að ef ég hefði staðið mig vel og ég hefði verið valinn í æfingaleikina hefði ég getað bankað á dyrnar á EM-hópnum eins og aðrir.“ „Það sem bítur mig mest er að hafa ekki fengið tækifæri vegna meiðslanna til að sýna landsliðsþjálfurnum og auðvitað mínu liði að þessi staða varnarsinnaðs miðjumanns er eitthvað sem ég gat slegist um. Því miður varð ekkert úr því á þessu tímabili,“ segir Victor.Hver mínúta sem ég fæ núna er bara bónus því fyrir þremur mánuðum sá ég það aldrei gerast að vera orðinn klár núna.“mynd/efb.dkSlá í gegn Það eru aðeins þrjár umferðir eftir af dönsku úrvalsdeildinni. Þar stefnir í að Esbjerg hafni í ellefta og næst neðsta sæti en liðið er með 27 stig, sex stigum frá AGF. Hobro er eina liðið sem fellur. Sumarfríið í dönsku úrvalsdeildinni er ekki mikið sem hentar Victori vel enda vill hann spila eins mikið og hann getur á næstu vikum og mánuðum til að koma sér í leikform. „Við fáum þriggja vikna frí og svo er aftur mót mánuði síðar. Hver mínúta sem ég fæ núna er bara bónus því fyrir þremur mánuðum sá ég það aldrei gerast að vera orðinn klár núna. Endurhæfingin hefur bara gengið mjög vel,“ segir hann. „Það er jákvætt þannig mín sýn á sumarfríð er bara að æfa sem mest og vera alveg 190 prósent klár í næsta tímabil. Ég ætla að bæta upp fyrir þessa átta mánuði sem ég hef verið frá og ætla mér að slá í gegn,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Sjá meira
„Þetta var skrítið - ég skal viðurkenna það,“ segir knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni, við Vísi um endurkomu sína á fótboltavöllinn um síðustu helgi. Victor var keyptur til Esbjerg frá Helsingborg í Svíþjóð síðasta sumar og byrjaði af krafti. Hann skoraði í fyrsta leik og var valinn maður leiksins. Hann meiddist svo í þriðja leik mjög illa og var frá í átta mánuði þar til hann sneri aftur um helgina þar sem hann kom inn á í leik gegn Bröndby. „Það var að sjálfsögðu frábært og gaman og skemmtilegt að spila aftur fótbolta en aftur á móti fann ég alveg að það vantar upp á ýmislegt eins og snerpu og fleira,“ segir hann. „Það mun taka sinn tíma að koma sér í almennilegt stand og fá allt til að smella aftur. Þetta hefur verið helvíti erfitt en maður getur ekki annað en brosað þegar maður er byrjaður að sparka í bolta aftur,“ segir Victor. Miðjumaðurinn öflugi úr Grafarvoginum var á fínum skriði á ferlinum þegar hann meiddist. Honum gekk vel í Svíþjóð áður en hann fór til Danmerkur þar sem hann fékk svo varla tækifæri til að sýna stuðningsmönnum hvað í honum býr. „Þetta var ákveðið sjokk í sjálfu sér því þetta er í fyrsta skipti á mínum ferli sem ég meiðist. Ég man bara ekki eftir því að hafa misst af leik á mínum ferli vegna meiðsla,“ segir Victor. „Svo voru þetta líka svo alvarleg meiðsli þannig það var ákveðið áfall líka. Ég þekkti ekkert hvernig það er að vera meiddur. Það erfiðasta er samt tímasetningin. Henni var erfiðast að kyngja.“„Það sem bítur mig mest er að hafa ekki fengið tækifæri vegna meiðslanna.“vísir/gettyMissti af tækifærinu Tímasetningin var svo sannarlega slæm fyrir Victor sem var auðvitað nýkominn til Esbjerg þegar hann meiðist. Þar með var ekki öll sagan sögð því Victor ætlaði sér að gera allt hvað hann gat til að fá tækifæri í æfingaleikjum íslenska landsliðsins með þá von í hjarta að vera í EM-hópnum í sumar. „Ég leit á þetta þannig að það var ákveðin samkeppni í landsliðinu um stöðu varnarsinnaðs miðjumanns sem er mín uppáhaldsstaða. Þetta leit samt ekki það vel út þegar ég var hjá Helsingborg þar sem ég var að spila sem miðvörður. Þar fékk ég að heyra frá mínu fólki að möguleikar mínir með landsliðinu voru litlir,“ segir Victor. „Að sjálfsögðu veit ég að ég hefði boðið upp á góða samkeppni í landsliðinu en síðan veit maður ekkert hvað hefði gerst. Ég hefði þurft að standa mig í þessum æfingaleikjum ef ég hefði fengið tækifæri í þeim og auðvitað hefði ég líka þurft að standa mig hjá Esbjerg. Ég allavega byrjaði mjög vel hér,“ segir Victor sem ætlaði sér vitaskuld stóra hluti í vetur. „Ég ætlaði mér að slá í gegn hjá Esbjerg og vinna mér sæti í landsliðshópnum fyrir æfingaleikina og sanna mig bæði þar og með félagsliðinu. Ég er alveg fullviss um að ef ég hefði staðið mig vel og ég hefði verið valinn í æfingaleikina hefði ég getað bankað á dyrnar á EM-hópnum eins og aðrir.“ „Það sem bítur mig mest er að hafa ekki fengið tækifæri vegna meiðslanna til að sýna landsliðsþjálfurnum og auðvitað mínu liði að þessi staða varnarsinnaðs miðjumanns er eitthvað sem ég gat slegist um. Því miður varð ekkert úr því á þessu tímabili,“ segir Victor.Hver mínúta sem ég fæ núna er bara bónus því fyrir þremur mánuðum sá ég það aldrei gerast að vera orðinn klár núna.“mynd/efb.dkSlá í gegn Það eru aðeins þrjár umferðir eftir af dönsku úrvalsdeildinni. Þar stefnir í að Esbjerg hafni í ellefta og næst neðsta sæti en liðið er með 27 stig, sex stigum frá AGF. Hobro er eina liðið sem fellur. Sumarfríið í dönsku úrvalsdeildinni er ekki mikið sem hentar Victori vel enda vill hann spila eins mikið og hann getur á næstu vikum og mánuðum til að koma sér í leikform. „Við fáum þriggja vikna frí og svo er aftur mót mánuði síðar. Hver mínúta sem ég fæ núna er bara bónus því fyrir þremur mánuðum sá ég það aldrei gerast að vera orðinn klár núna. Endurhæfingin hefur bara gengið mjög vel,“ segir hann. „Það er jákvætt þannig mín sýn á sumarfríð er bara að æfa sem mest og vera alveg 190 prósent klár í næsta tímabil. Ég ætla að bæta upp fyrir þessa átta mánuði sem ég hef verið frá og ætla mér að slá í gegn,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Sjá meira