Erlent

Könnun Amnesty sýnir að flestir vilja taka á móti flóttafólki

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Flóttafólk í Grikklandi við landamæri Makedóníu.
Flóttafólk í Grikklandi við landamæri Makedóníu. Vísir/epa
 Yfirgnæfandi meirihluti fólks segir flóttafólk velkomið til lands síns, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem mannréttindasamtökin Amnesty International létu gera í tuttugu og sjö löndum.

Þannig eru 80 prósent aðspurðra fylgjandi því að taka við flóttafólki. Einn af hverjum tíu myndi jafnvel bjóða því að gista heima hjá sér, og 32 prósent vilja gjarnan fá flóttafólk í hverfið sitt.

Kínverjar, Þjóðverjar og Bretar eru opnastir fyrir því að taka við fólki, en Rússar eru harðastir á móti.

„Við bjuggumst ekki við að sjá svona afgerandi samstöðu með flóttafólki, en niðurstöðurnar endurspegla þá mannlegu samúð sem fólk finnur fyrir gagnvart þeim sem flýja frá styrjöldum,“ segir Salil Shetty, framkvæmdastjóri Amnesty International.

Hann segir að afstaða stjórnvalda, sem hafa sýnt mikla tregðu til að taka við flóttafólki, sé þarna alvarlega á skjön við afstöðu almennings.

Fréttin birtist í Fréttablaðinu 20.maí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×