Dagur B. lýsir yfir stuðningi við Magnús Orra í formannskjöri Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2016 12:10 Magnús Orri Schram er einn fjögurra frambjóðenda í formannskjöri Samfylkingarinnar. Dagur B. er borgarstjóri. Vísir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í borginni, hefur lýst yfir stuðningi við Magnús Orra Schram í formannsslag Samfylkingarinnar. Kosning um næsta formann flokksins stendur yfir núna og verður kynnt um nýjan formann á landsþingi Samfylkingarinnar um helgina. Dagur lýsir þessu yfir á Facebook síðu sinni. „Formannsframbjóðendurnir eru allir frambærilegir en ég leyni því ekki að ég tel að í núverandi stöðu eigum við besta kostinn í Magnúsi Orra Schram (Magnús Orri Schram),“ skrifar Dagur. „Ég hef persónulega reynslu af krafti og eldmóði Magga Orra, bæði þegar vel gengur og móti blæs, en síðast ekki síst þegar taka þarf til hendinni. Honum er lagið að fá fólk til að setja ágreining upp á borðið ef ágreningur er fyrir hendi og takast á við viðfangsefnin frekar en að ýta þeim á undan sér. Hann leiðir mál til lausnar, af sanngirni og víðsýni. Þess vegna nýtur hann trausts langt út fyrir raðir flokksflólks.“ Í framboði eru auk Magnúsar þau Oddný Harðardóttir, Helgi Hjörvar og Guðmundur Ari Sigurjónsson. Borgarstjórinn telur Magnús Orra vera þann mann sem Samfylkingin þarf í dag. „Hann er einlægur talsmaður menntunar og norrænnar velferðar, umhverfismála, loftslagsmála og öflugs atvinnulífs. En síðast ekki síst er hann liðsheildarmaður sem ég treysti til að leiða hvaða hóp sem er, ná upp stemmningu og eldmóði, hrífa fólk með sér og horfa fram á veginn. Og það er leiðin sem við eigum að vera á: fram og upp! Koma svo!“ Dagur segist jafnframt stoltur af því að tilheyra stjórnmálaflokki sem gefur öllu flokksfólki tækifæri til að kjósa nýja forystu. Kosning fer fram með rafrænum hætti og eru allir þeir sem skráðir eru í Samfylkinguna á kjörskrá en það eru um sautján þúsund manns. Dagur hvetur alla sem hafa rétt til að kjósa að nýta kosningarétt sinn. „Samfylking þarf á samtakamætti alls jafnarfólks landsins að halda, til að rétta úr erfiðri stöðu og lágu fylgi í aðdraganda Alþingiskosninga í haust.“ Tengdar fréttir Fylgi Samfylkingarinnar að gufa upp Rúm sex prósent myndu kjósa Samfylkinguna ef kosið væri nú. Af öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi mælist einungis Björt framtíð með minna fylgi. Þrefalt fleiri myndu kjósa VG en Samfylkinguna. 27. maí 2016 06:00 Margrét Gauja í framboð til varaformanns Samfylkingarinnar Margrét skellir sér í slaginn við Semu Erlu Serdar. 30. maí 2016 13:52 Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. 30. maí 2016 13:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í borginni, hefur lýst yfir stuðningi við Magnús Orra Schram í formannsslag Samfylkingarinnar. Kosning um næsta formann flokksins stendur yfir núna og verður kynnt um nýjan formann á landsþingi Samfylkingarinnar um helgina. Dagur lýsir þessu yfir á Facebook síðu sinni. „Formannsframbjóðendurnir eru allir frambærilegir en ég leyni því ekki að ég tel að í núverandi stöðu eigum við besta kostinn í Magnúsi Orra Schram (Magnús Orri Schram),“ skrifar Dagur. „Ég hef persónulega reynslu af krafti og eldmóði Magga Orra, bæði þegar vel gengur og móti blæs, en síðast ekki síst þegar taka þarf til hendinni. Honum er lagið að fá fólk til að setja ágreining upp á borðið ef ágreningur er fyrir hendi og takast á við viðfangsefnin frekar en að ýta þeim á undan sér. Hann leiðir mál til lausnar, af sanngirni og víðsýni. Þess vegna nýtur hann trausts langt út fyrir raðir flokksflólks.“ Í framboði eru auk Magnúsar þau Oddný Harðardóttir, Helgi Hjörvar og Guðmundur Ari Sigurjónsson. Borgarstjórinn telur Magnús Orra vera þann mann sem Samfylkingin þarf í dag. „Hann er einlægur talsmaður menntunar og norrænnar velferðar, umhverfismála, loftslagsmála og öflugs atvinnulífs. En síðast ekki síst er hann liðsheildarmaður sem ég treysti til að leiða hvaða hóp sem er, ná upp stemmningu og eldmóði, hrífa fólk með sér og horfa fram á veginn. Og það er leiðin sem við eigum að vera á: fram og upp! Koma svo!“ Dagur segist jafnframt stoltur af því að tilheyra stjórnmálaflokki sem gefur öllu flokksfólki tækifæri til að kjósa nýja forystu. Kosning fer fram með rafrænum hætti og eru allir þeir sem skráðir eru í Samfylkinguna á kjörskrá en það eru um sautján þúsund manns. Dagur hvetur alla sem hafa rétt til að kjósa að nýta kosningarétt sinn. „Samfylking þarf á samtakamætti alls jafnarfólks landsins að halda, til að rétta úr erfiðri stöðu og lágu fylgi í aðdraganda Alþingiskosninga í haust.“
Tengdar fréttir Fylgi Samfylkingarinnar að gufa upp Rúm sex prósent myndu kjósa Samfylkinguna ef kosið væri nú. Af öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi mælist einungis Björt framtíð með minna fylgi. Þrefalt fleiri myndu kjósa VG en Samfylkinguna. 27. maí 2016 06:00 Margrét Gauja í framboð til varaformanns Samfylkingarinnar Margrét skellir sér í slaginn við Semu Erlu Serdar. 30. maí 2016 13:52 Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. 30. maí 2016 13:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Fylgi Samfylkingarinnar að gufa upp Rúm sex prósent myndu kjósa Samfylkinguna ef kosið væri nú. Af öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi mælist einungis Björt framtíð með minna fylgi. Þrefalt fleiri myndu kjósa VG en Samfylkinguna. 27. maí 2016 06:00
Margrét Gauja í framboð til varaformanns Samfylkingarinnar Margrét skellir sér í slaginn við Semu Erlu Serdar. 30. maí 2016 13:52
Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. 30. maí 2016 13:00