Íraksher reynir að endurheimta Fallúdsja Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. maí 2016 07:00 Íraskir hermenn búa sig undir áhlaup á Fallúdsja, höfuðstað Anbar-héraðs í Írak. vísir/epa Íraski stjórnarherinn hóf í gærmorgun harðar árásir á borgina Fallúdsja, sem liðsmenn Íslamska ríkisins hafa haft á sínu valdi í rúmlega tvö ár. Herinn stefnir að því að ná borginni aftur úr höndum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki, en talið er að um 50 þúsund íbúar borgarinnar séu þar innilokaðir. Nokkrum þúsundum manna hefur þó tekist að flýja borgina á síðustu dögum, áður en átökin hófust fyrir alvöru. Sumir hafi látið lífið á flóttanum. Daish-liðar hafa brugðist við með sjálfsvígsárásum í Bagdad og nágrenni. Að minnsta kosti 20 manns létu lífið í þremur slíkum árásum í gær. Fyrir viku kynnti stjórnarherinn áform sín um að endurheimta borgina úr höndum Daish. Tíminn hefur verið notaður til að umkringja borgina og hafa liðsmenn vopnaðra hópa sjía-múslima og annarra fylkt sér með stjórnarhernum gegn Daish-liðum. Bandaríkjaher boðar stuðning við stjórnarherinn með loftárásum. Yfirstjórn hersins segist bjartsýn á að markmiðið náist innan fárra sólarhringa, en aðrir efast og segja átökin eiga eftir að verða harðvítug og standa vikum saman. Almennir borgarar muni verða fyrir barðinu á þeim. Fallúdsja var fyrsta borgin sem vígasveitir Daish-manna náðu á sitt vald í Írak í byrjun árs 2014. Borgin er skammt austur af höfuðborginni Bagdad, en Fallúdsja er höfuðstaður Anbar-héraðs. Anbar-hérað er stórt hérað sem nær yfir mestallan vesturhluta Íraks. Íbúar þar eru einkum súnní-múslimar og voru þeir ráðandi afl í landinu á stjórnartíma Saddams Hussein. Eftir að Hussein var steypt af stóli hafa sjía-múslimar komist í ráðandi stöðu við stjórn landsins, en súnní-múslimum hefur að sama skapi verið ýtt til hliðar og eru afar ósáttir við stjórnina í Bagdad. Af þeim sökum hafa margir súnní-múslimar í Anbar-héraði tekið Daish-samtökunum fagnandi, enda eru samtökin sprottin þaðan og eiga þar stuðningskjarna sinn. Öðrum ofbýður þó harkan og bíða þess með óþreyju að Daish-menn hverfi á braut.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Íraski stjórnarherinn hóf í gærmorgun harðar árásir á borgina Fallúdsja, sem liðsmenn Íslamska ríkisins hafa haft á sínu valdi í rúmlega tvö ár. Herinn stefnir að því að ná borginni aftur úr höndum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki, en talið er að um 50 þúsund íbúar borgarinnar séu þar innilokaðir. Nokkrum þúsundum manna hefur þó tekist að flýja borgina á síðustu dögum, áður en átökin hófust fyrir alvöru. Sumir hafi látið lífið á flóttanum. Daish-liðar hafa brugðist við með sjálfsvígsárásum í Bagdad og nágrenni. Að minnsta kosti 20 manns létu lífið í þremur slíkum árásum í gær. Fyrir viku kynnti stjórnarherinn áform sín um að endurheimta borgina úr höndum Daish. Tíminn hefur verið notaður til að umkringja borgina og hafa liðsmenn vopnaðra hópa sjía-múslima og annarra fylkt sér með stjórnarhernum gegn Daish-liðum. Bandaríkjaher boðar stuðning við stjórnarherinn með loftárásum. Yfirstjórn hersins segist bjartsýn á að markmiðið náist innan fárra sólarhringa, en aðrir efast og segja átökin eiga eftir að verða harðvítug og standa vikum saman. Almennir borgarar muni verða fyrir barðinu á þeim. Fallúdsja var fyrsta borgin sem vígasveitir Daish-manna náðu á sitt vald í Írak í byrjun árs 2014. Borgin er skammt austur af höfuðborginni Bagdad, en Fallúdsja er höfuðstaður Anbar-héraðs. Anbar-hérað er stórt hérað sem nær yfir mestallan vesturhluta Íraks. Íbúar þar eru einkum súnní-múslimar og voru þeir ráðandi afl í landinu á stjórnartíma Saddams Hussein. Eftir að Hussein var steypt af stóli hafa sjía-múslimar komist í ráðandi stöðu við stjórn landsins, en súnní-múslimum hefur að sama skapi verið ýtt til hliðar og eru afar ósáttir við stjórnina í Bagdad. Af þeim sökum hafa margir súnní-múslimar í Anbar-héraði tekið Daish-samtökunum fagnandi, enda eru samtökin sprottin þaðan og eiga þar stuðningskjarna sinn. Öðrum ofbýður þó harkan og bíða þess með óþreyju að Daish-menn hverfi á braut.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira