Viðskipti innlent

Bein útsending: Samkeppnishæfni Íslands 2016

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
VÍB og Viðskiptaráð Íslands boða til fundar með ráðamönnum ríkis og borgar auk fulltrúa atvinnulífsins í Hörpu.

Á fundinum verða kynntar niðurstöður úttektar viðskiptaháskólans IMD á samkeppnishæfni Íslands fyrir árið 2016. Þema fundarins í ár er höfuðborgarsvæðið og áhrif þess á samkeppnishæfni landsins. Hvaða áhrif hafa skipulagsmál, skólastarf og menningarframboð þegar kemur að því að laða til landsins erlenda sérfræðinga og alþjóðleg fyrirtæki og fjárfestingu?

Erindi flytja:

-          Sigurður Ingi Jóhannesson, forsætisráðherra

-          Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands

-          Ólöf Nordal, innanríkisráðherra

-          Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri



Í örvitölum eru:

-          Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður

-          Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Eldeyjar

-          Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri

-          Ólöf, Örvarsdóttir, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur

-          Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels

Viðbrögð við örviðtölum veita:

-          Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands

-          Sveinn Sölvason, fjármálastjóri Össurar

Dagskrá

08.30 Ávarp forsætisráðherra

08.45 Niðurstöður ársins 2016

08.55 Erindi innanríkisráðherra: Höfuðborgarsvæðið og samkeppnishæfni

09.15 Erindi borgarstjóra: Reykjavík og samkeppnishæfni

09.35 Örviðtöl um skipulagsmál

09.45 Viðbrögð atvinnulífsins

10.00 Fundi slitið

 

Uppfært

Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá í spilaranum að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×