„Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2016 12:45 Guðni Th. Jóhannesson í Eyjunni í gær. vísir/anton brink Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum í tengslum við þorskastríðin. Hann ítrekar þá neitun sína í samtali við Vísi en hann var spurður út í þessi ummæli af þáttastjórnandanum Birni Inga Hrafnssyni. Líklegt er að Björn Ingi hafi verið að vísa í fyrirlestur sem Guðni hélt í Háskólanum á Bifröst fyrir þremur árum undir yfirskriftinni „Notkun og misnotkun sögunnar. Þorskastríðin, Icesave og ESB.“ Í fyrirlestrinum ræðir Guðni um sameiginlegar minningar þjóðarinnar þegar kemur að þorskastríðunum og segir meðal annars frá því að hann hafi látið nemendur sem sóttu námskeið hjá honum í Háskóla Íslands leita óformlega eftir minningum fólks um þorskastríðin. Tekur hann nokkur dæmi þar sem glögglega má sjá þá sameiginlegu minningu að Íslendingar hafi sigrað mun stærra land í deilu sem skipti þjóðina máli. Svo segir sagnfræðingurinn: „Jess, Íslandi allt og spurningin vaknar: Er fávís lýðurinn aftur að pródúsera „rangar“ sameiginlegar minningar? Og kemur enn til kasta okkar sagnfræðinganna því því er ekki að leyna í okkar hópi eru þeir til, og kannski er ég þar framarlega þó ég segi sjálfur frá, sem hafa lýst efasemdum um þessa sýn en vissulega aðrir tekið í sama streng.“ Myndbandið má sjá hér að neðan en ummælin byrja um það bil á mínútu 10:34.Trúir ekki að fólk taki svona orðum bókstaflegaGuðni man eftir þessum ummælum þegar blaðamaður ber þau undir hann en segir það langt seilst að bera það upp á hann að honum þyki Íslendingar vera fávís lýður. „Ég var að tala um það að stundum hættir fræðimönnum til að kvarta undan því að fólk taki ekki undir með þeim og notaði þessa lýsingu en það er svo fjarri mér, eins og ég held að allir sanngjarnir menn hljóti að sjá, að ég hafi þar með verið að segja Íslendinga fávísan lýð. Ég hef líka talað um fræðimenn í fílabeinsturni. Þetta eru bara myndlíkingar og langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar vera fávís lýður. Ég bara skil ekki svona háttalag,“ segir Guðni. Hann hvetur fólk til að hlusta á fyrirlesturinn og segir að allir þeir sem slíkt geri viti hvað hann hafi verið að fara með þessu. „Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá að ég var ekki að væna Íslendinga um að vera fávísir heldur var ég að tala um það að það getur verið erfitt fyrir þá sem eru í fræðarannsóknum að kynna sínar niðurstöður fyrir almenningi þannig að fólki líki. Það er alltaf smá bil þarna á milli en ég trúi ekki að fólk taki svona orðalagi bókstaflega. Ég hvet fólk til að hlusta á þennan fyrirlestur og lesa allt sem ég hef skrifað og þá sér fólk að það er ekki fótur fyrir því að mér finnist Íslendingar vera fávís lýður. Mér finnst ansi magnað að þetta sé orðið aðalatriði.“Guðni heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík árið 2010.vísir/stefánGetur verið erfitt að hverfa úr heimi fræðanna og yfir í sviðsljósiðGuðni segir þessi orð sín úr fyrirlestrinum og það hvernig reynt sé að nota þau gegn honum ágætt dæmi um það sem hann ræddi á fyrirlestri Vísindafélags Íslands síðastliðinn föstudag. Þar fór hann yfir nokkur álitamál við það að skrifa söguna og skapa hana en Guðna var boðið að tala á fundi Vísindafélagsins áður en hann ákvað að fara í forsetaframboð. Í ljósi þess að hann er nú í framboði bar fyrirlesturinn hins vegar nokkurn keim af því að Guðni er forsetaframbjóðandi. Hann sagði til að mynda að það gæti verið erfitt að hverfa úr heimi fræðanna og yfir í sviðsljósið. „Ég er að velta því fyrir mér hvernig það er að hverfa úr akademíunni inn á allt annan vettvang og hvernig maður þarf kannski að hugsa öðruvísi og þarf að íhuga að það sem maður sagði í einum heimi hljómar kannski öðruvísi í öðrum,“ sagði Guðni í fyrirlestri sínum á föstudaginn. Hann tók síðan dæmi um það hvernig það sem hann hefur sagt og skrifað um þorskastríðin hefur skotið upp kollinum í kosningabaráttunni. Niðurstöður rannsókna hans eru meðal annars þær að saga þorskastríðanna sé ýkt saga sigra, einingar og áhrifamáttar. Þetta falli þó ekki endilega í kramið þegar fræðimaðurinn er orðinn forsetaframbjóðandi.Guðni og Davíð Oddsson sem einnig er í framboði til forseta bíða eftir því að mætast í Eyjunni í gær.vísir/anton brink„Það sem er aðal okkar í fræðaheiminum, gagnrýnin hugsun, á ekki endilega við þegar maður er í því hlutverki að leiða þjóð“„Aftur þarna er það hlutverk okkar í fræðaheiminum að iðka gagnrýna hugsun og taka ekki öllu sem viðteknum sannindum. Gera það sem við eigum að gera: gagnrýna og hugsa en þetta fellur ekkert endilega í kramið þegar maður er orðinn forsetaframbjóðandi. Þá vandast málin,“ sagði Guðni. Sagði hann að það sem hann vonaði að í heimi fræðanna virkaði sem gagnrýnin úttekt á flókinni sögu yrði í kosningabaráttu að „Neglum hann á þessu, tökum úr samhengi, látum hann neita því.“ Guðni spurði sig svo að því hvernig hann eigi að fjalla um þorskastríðin í ræðu og riti nái hann kjöri sem forseti Íslands. „Á ég að fara eftir forvera mínum? Hann hefur gengið mjög langt í því að segja hetjusöguna. [...] Það er hetjusaga út í gegn, sú útgáfa sem ég hef verið að gagnrýna, endurskoða og afbyggja. Á ég þá að halda því áfram nái ég kjöri og sit á Bessastöðum en ekki í Árnagarði? Skiptir það engu máli hvar maður er? Ja, málið vandast aðeins en ég held að við verðum að líta á það að það þannig að það skiptir máli hvar maður situr og hver tilgangurinn er. Það sem er aðal okkar í fræðaheiminum, gagnrýnin hugsun, á ekki endilega við þegar maður er í því hlutverki að leiða þjóð.“Guðni hefur hingað til sinnt fræðistörfum í Árnagarði en horfir nú til Bessastaða.Vill ekki eiga algjör hamskipti nái hann kjöri sem forseti Hann rakti síðan hvernig þeir sem skrifa söguna, sagnfræðingar, hafa aðra sýn á hana en þeir sem skapa hana, það er valdhafarnir og þjóðarleiðtogarnir. Ekki aðeins hefðu þessir hópar ólíka sýn á söguna heldur notuðu þeir hana á mismunandi hátt. Guðni, verandi sagnfræðingur sem sækist eftir því að verða þjóðarleiðtogi, spurði sig að því hvort þessir tveir pólar gætu náð saman: „Það er mér dálítið áhyggjuefni því nái ég kjöri vil ég ekki eiga algjör hamskipti. Ég vil ekki verða forsetinn sem talar fjálglega um sigra okkar í þorskastríðunum og eininguna sem alltaf ríkti og vona að enginn gúggli mig. En ég myndi vilja fá þjóðina til að skilja að við getum sagt söguna í öllum sínum margbreytileika án þess að við verðum sakaðir um að gera lítið úr afrekum þeirra sem stóðu í stafni.“ Hann spurði síðan: „Hvernig getur kennari orðið þjóðarleiðtogi? Ég veit ekki svarið við því en ég ætla að minnsta kosti að vona að við náum að sameina þessa tvo ólíku heima því ef við getum það ekki erum við í vanda stödd.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Eitilharðir dásama Davíð á Facebook Reiði ríkir víða vegna framgöngu Davíðs Oddssonar í sjónvarpsþætti í gær en svo eru aðrir sem fagna fagna. 30. maí 2016 11:34 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum í tengslum við þorskastríðin. Hann ítrekar þá neitun sína í samtali við Vísi en hann var spurður út í þessi ummæli af þáttastjórnandanum Birni Inga Hrafnssyni. Líklegt er að Björn Ingi hafi verið að vísa í fyrirlestur sem Guðni hélt í Háskólanum á Bifröst fyrir þremur árum undir yfirskriftinni „Notkun og misnotkun sögunnar. Þorskastríðin, Icesave og ESB.“ Í fyrirlestrinum ræðir Guðni um sameiginlegar minningar þjóðarinnar þegar kemur að þorskastríðunum og segir meðal annars frá því að hann hafi látið nemendur sem sóttu námskeið hjá honum í Háskóla Íslands leita óformlega eftir minningum fólks um þorskastríðin. Tekur hann nokkur dæmi þar sem glögglega má sjá þá sameiginlegu minningu að Íslendingar hafi sigrað mun stærra land í deilu sem skipti þjóðina máli. Svo segir sagnfræðingurinn: „Jess, Íslandi allt og spurningin vaknar: Er fávís lýðurinn aftur að pródúsera „rangar“ sameiginlegar minningar? Og kemur enn til kasta okkar sagnfræðinganna því því er ekki að leyna í okkar hópi eru þeir til, og kannski er ég þar framarlega þó ég segi sjálfur frá, sem hafa lýst efasemdum um þessa sýn en vissulega aðrir tekið í sama streng.“ Myndbandið má sjá hér að neðan en ummælin byrja um það bil á mínútu 10:34.Trúir ekki að fólk taki svona orðum bókstaflegaGuðni man eftir þessum ummælum þegar blaðamaður ber þau undir hann en segir það langt seilst að bera það upp á hann að honum þyki Íslendingar vera fávís lýður. „Ég var að tala um það að stundum hættir fræðimönnum til að kvarta undan því að fólk taki ekki undir með þeim og notaði þessa lýsingu en það er svo fjarri mér, eins og ég held að allir sanngjarnir menn hljóti að sjá, að ég hafi þar með verið að segja Íslendinga fávísan lýð. Ég hef líka talað um fræðimenn í fílabeinsturni. Þetta eru bara myndlíkingar og langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar vera fávís lýður. Ég bara skil ekki svona háttalag,“ segir Guðni. Hann hvetur fólk til að hlusta á fyrirlesturinn og segir að allir þeir sem slíkt geri viti hvað hann hafi verið að fara með þessu. „Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá að ég var ekki að væna Íslendinga um að vera fávísir heldur var ég að tala um það að það getur verið erfitt fyrir þá sem eru í fræðarannsóknum að kynna sínar niðurstöður fyrir almenningi þannig að fólki líki. Það er alltaf smá bil þarna á milli en ég trúi ekki að fólk taki svona orðalagi bókstaflega. Ég hvet fólk til að hlusta á þennan fyrirlestur og lesa allt sem ég hef skrifað og þá sér fólk að það er ekki fótur fyrir því að mér finnist Íslendingar vera fávís lýður. Mér finnst ansi magnað að þetta sé orðið aðalatriði.“Guðni heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík árið 2010.vísir/stefánGetur verið erfitt að hverfa úr heimi fræðanna og yfir í sviðsljósiðGuðni segir þessi orð sín úr fyrirlestrinum og það hvernig reynt sé að nota þau gegn honum ágætt dæmi um það sem hann ræddi á fyrirlestri Vísindafélags Íslands síðastliðinn föstudag. Þar fór hann yfir nokkur álitamál við það að skrifa söguna og skapa hana en Guðna var boðið að tala á fundi Vísindafélagsins áður en hann ákvað að fara í forsetaframboð. Í ljósi þess að hann er nú í framboði bar fyrirlesturinn hins vegar nokkurn keim af því að Guðni er forsetaframbjóðandi. Hann sagði til að mynda að það gæti verið erfitt að hverfa úr heimi fræðanna og yfir í sviðsljósið. „Ég er að velta því fyrir mér hvernig það er að hverfa úr akademíunni inn á allt annan vettvang og hvernig maður þarf kannski að hugsa öðruvísi og þarf að íhuga að það sem maður sagði í einum heimi hljómar kannski öðruvísi í öðrum,“ sagði Guðni í fyrirlestri sínum á föstudaginn. Hann tók síðan dæmi um það hvernig það sem hann hefur sagt og skrifað um þorskastríðin hefur skotið upp kollinum í kosningabaráttunni. Niðurstöður rannsókna hans eru meðal annars þær að saga þorskastríðanna sé ýkt saga sigra, einingar og áhrifamáttar. Þetta falli þó ekki endilega í kramið þegar fræðimaðurinn er orðinn forsetaframbjóðandi.Guðni og Davíð Oddsson sem einnig er í framboði til forseta bíða eftir því að mætast í Eyjunni í gær.vísir/anton brink„Það sem er aðal okkar í fræðaheiminum, gagnrýnin hugsun, á ekki endilega við þegar maður er í því hlutverki að leiða þjóð“„Aftur þarna er það hlutverk okkar í fræðaheiminum að iðka gagnrýna hugsun og taka ekki öllu sem viðteknum sannindum. Gera það sem við eigum að gera: gagnrýna og hugsa en þetta fellur ekkert endilega í kramið þegar maður er orðinn forsetaframbjóðandi. Þá vandast málin,“ sagði Guðni. Sagði hann að það sem hann vonaði að í heimi fræðanna virkaði sem gagnrýnin úttekt á flókinni sögu yrði í kosningabaráttu að „Neglum hann á þessu, tökum úr samhengi, látum hann neita því.“ Guðni spurði sig svo að því hvernig hann eigi að fjalla um þorskastríðin í ræðu og riti nái hann kjöri sem forseti Íslands. „Á ég að fara eftir forvera mínum? Hann hefur gengið mjög langt í því að segja hetjusöguna. [...] Það er hetjusaga út í gegn, sú útgáfa sem ég hef verið að gagnrýna, endurskoða og afbyggja. Á ég þá að halda því áfram nái ég kjöri og sit á Bessastöðum en ekki í Árnagarði? Skiptir það engu máli hvar maður er? Ja, málið vandast aðeins en ég held að við verðum að líta á það að það þannig að það skiptir máli hvar maður situr og hver tilgangurinn er. Það sem er aðal okkar í fræðaheiminum, gagnrýnin hugsun, á ekki endilega við þegar maður er í því hlutverki að leiða þjóð.“Guðni hefur hingað til sinnt fræðistörfum í Árnagarði en horfir nú til Bessastaða.Vill ekki eiga algjör hamskipti nái hann kjöri sem forseti Hann rakti síðan hvernig þeir sem skrifa söguna, sagnfræðingar, hafa aðra sýn á hana en þeir sem skapa hana, það er valdhafarnir og þjóðarleiðtogarnir. Ekki aðeins hefðu þessir hópar ólíka sýn á söguna heldur notuðu þeir hana á mismunandi hátt. Guðni, verandi sagnfræðingur sem sækist eftir því að verða þjóðarleiðtogi, spurði sig að því hvort þessir tveir pólar gætu náð saman: „Það er mér dálítið áhyggjuefni því nái ég kjöri vil ég ekki eiga algjör hamskipti. Ég vil ekki verða forsetinn sem talar fjálglega um sigra okkar í þorskastríðunum og eininguna sem alltaf ríkti og vona að enginn gúggli mig. En ég myndi vilja fá þjóðina til að skilja að við getum sagt söguna í öllum sínum margbreytileika án þess að við verðum sakaðir um að gera lítið úr afrekum þeirra sem stóðu í stafni.“ Hann spurði síðan: „Hvernig getur kennari orðið þjóðarleiðtogi? Ég veit ekki svarið við því en ég ætla að minnsta kosti að vona að við náum að sameina þessa tvo ólíku heima því ef við getum það ekki erum við í vanda stödd.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Eitilharðir dásama Davíð á Facebook Reiði ríkir víða vegna framgöngu Davíðs Oddssonar í sjónvarpsþætti í gær en svo eru aðrir sem fagna fagna. 30. maí 2016 11:34 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14
Eitilharðir dásama Davíð á Facebook Reiði ríkir víða vegna framgöngu Davíðs Oddssonar í sjónvarpsþætti í gær en svo eru aðrir sem fagna fagna. 30. maí 2016 11:34