Landsvirkjun veitt hagstætt lán í þágu loftlagsbaráttu Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2016 20:56 Framkvæmdastjóri Evrópska fjárfestingabankans segir sautján milljarða króna lánveitingu til Landsvirkjunar vegna Þeistareykjavirkjunar þýðingarmikla fyrir bankann vegna markmiða hans um að vinna gegn loftlagsbreytingum. Þetta kom fram í viðtölum eftir undirritun lánssamnings í höfuðstöðvum Landsvirkjunar í dag, sem og í fréttatilkynningu samningsaðila. Bankinn er í eigu ríkja Evrópusambandsins en hefur heimild til að lána til sérstakra verkefna innan EFTA-ríkja, eins og á sviði orkumála. Þannig lánaði hann Landsvirkjun vegna Búðarhálsvirkjunar eftir bankahrun þegar aðrir bankar forðuðust að lána Íslendingum. Að þessu sinni var skjalfestur lánssamningur upp á 125 milljónir evra. Athygli vekur að lánið er án ríkisábyrgðar en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist með svo stórt lán hjá Landsvirkjun. Forstjóri Landsvirkjunar segir það ekki þýða verri vexti. „Nei. Við erum með mjög hagstæða vexti á þessu láni. Það er hins vegar afar heilbrigt merki fyrir efnahag Landsvirkjunar að við séum að ná hagstæðum langtímalánum án þess að ríkið komi þar að,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Lánveitingin hefur einnig þýðingu fyrir Evrópska fjárfestingabankann. „Því Landsvirkjun er í fararbroddi tæknilega hvað varðar jarðhitaorku og endurnýjanlega orku. Þetta er mjög mikilvægt fyrir orkustefnu bankans,“ segir Cristian Popa, framkvæmdastjóri Evrópska fjárfestingabankans. „Bankinn er í forystu hvað varðar aðgerðir í loftslagsmálum, sérstaklega núna eftir COP 21, eftir Parísarfundinn,“ bætir hann við. Bankinn hafi raunar ákveðnar skyldur til að vinna gegn loftlagsbreytingum. „Við störfum eftir því viðmiði að minnst 25% viðskipta okkar tengist loftslagsmálum, öll viðskipti okkar verða að vera loftslagsvæn,“ segir Cristian Popa.Cristian Popa, framkvæmdastjóri hjá Evrópska fjárfestingabankanum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þrátt fyrir lántökuna halda skuldir Landsvirkjunar áfram að lækka. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að þrátt fyrir að við stöndum í þessum framkvæmdum, og tökum þessi lán, þá erum við að borga önnur lán niður hraðar. Þannig að skuldastaða Landsvirkjunar mun halda áfram að lækka, þrátt fyrir þessar framkvæmdir og þrátt fyrir þessa lántöku, vegna niðurgreiðslu lána,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Tengdar fréttir Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira
Framkvæmdastjóri Evrópska fjárfestingabankans segir sautján milljarða króna lánveitingu til Landsvirkjunar vegna Þeistareykjavirkjunar þýðingarmikla fyrir bankann vegna markmiða hans um að vinna gegn loftlagsbreytingum. Þetta kom fram í viðtölum eftir undirritun lánssamnings í höfuðstöðvum Landsvirkjunar í dag, sem og í fréttatilkynningu samningsaðila. Bankinn er í eigu ríkja Evrópusambandsins en hefur heimild til að lána til sérstakra verkefna innan EFTA-ríkja, eins og á sviði orkumála. Þannig lánaði hann Landsvirkjun vegna Búðarhálsvirkjunar eftir bankahrun þegar aðrir bankar forðuðust að lána Íslendingum. Að þessu sinni var skjalfestur lánssamningur upp á 125 milljónir evra. Athygli vekur að lánið er án ríkisábyrgðar en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist með svo stórt lán hjá Landsvirkjun. Forstjóri Landsvirkjunar segir það ekki þýða verri vexti. „Nei. Við erum með mjög hagstæða vexti á þessu láni. Það er hins vegar afar heilbrigt merki fyrir efnahag Landsvirkjunar að við séum að ná hagstæðum langtímalánum án þess að ríkið komi þar að,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Lánveitingin hefur einnig þýðingu fyrir Evrópska fjárfestingabankann. „Því Landsvirkjun er í fararbroddi tæknilega hvað varðar jarðhitaorku og endurnýjanlega orku. Þetta er mjög mikilvægt fyrir orkustefnu bankans,“ segir Cristian Popa, framkvæmdastjóri Evrópska fjárfestingabankans. „Bankinn er í forystu hvað varðar aðgerðir í loftslagsmálum, sérstaklega núna eftir COP 21, eftir Parísarfundinn,“ bætir hann við. Bankinn hafi raunar ákveðnar skyldur til að vinna gegn loftlagsbreytingum. „Við störfum eftir því viðmiði að minnst 25% viðskipta okkar tengist loftslagsmálum, öll viðskipti okkar verða að vera loftslagsvæn,“ segir Cristian Popa.Cristian Popa, framkvæmdastjóri hjá Evrópska fjárfestingabankanum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þrátt fyrir lántökuna halda skuldir Landsvirkjunar áfram að lækka. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að þrátt fyrir að við stöndum í þessum framkvæmdum, og tökum þessi lán, þá erum við að borga önnur lán niður hraðar. Þannig að skuldastaða Landsvirkjunar mun halda áfram að lækka, þrátt fyrir þessar framkvæmdir og þrátt fyrir þessa lántöku, vegna niðurgreiðslu lána,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.
Tengdar fréttir Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira
Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45
Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45
Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45