Erlent

Áróðursstofnun Kína ekki nógu góð í áróðri

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Áróðursstofnun Kína, sem á að stýra fjölmiðlum þar í landi og listum, er ekki nægilega góð í að móta almenningsálit. Þetta er niðurstaða skoðunar eftirlitsstofnunar í Kína, en skýrsla um málið var birt á netinu. List í landinu er ekki stýrt nógu mikið að sósíalískum viðhorfum og pólitísk hugsun er ekki nægilega ítrekuð í háskólum.

Samkvæmt áðurnefndri skýrslu er lagt til að áróðri verði gefið meira gildi með því að gera hann meira aðlaðandi láta hann höfða til fleiri einstaklinga.

Þar að auki segir að áróðursstofnunin hafi staðið sig nægilega vel í því að stýra nýmiðlum í Kína. Fréttaáróður hafi ekki verið nægilega hnitmiðaður og áhrifaríkur.

AFP fréttaveitan bendir á að Kommúnistaflokkurinn í Kína geri út fjölda manna sem flakki um samfélagsmiðla og fjarlægi þaðan efni sem stjórnvöld eru andstæð. Þá hefur aðgangi að mörgum erlendum miðlum verið lokað. Stjórnvöld stýra fjölmiðlum í Kína.

Xi Jinping, forseti Kína, heimsótti skrifstofur stærstu fjölmiðla landsins í febrúar. Þá minnti hann yfirmenn miðlanna á að „hlýða skipunum frá Kommúnistaflokknum í einu og öllu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×