Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2016 11:54 Að minnsta kosti 50 prósent hrossa á Kúludalsá eiga við veikindi að stríða samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar. Vísir/Stefán Fullyrt er í nýrri skýrslu að veikindi hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði megi rekja til flúormengunar sem talin er stafa frá álverinu á Grundartanga. Skýrslan er unnin af þeim Jakobi Kristinssyni prófessor og Sigurði Sigurðssyni dýralækni að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hún andmælir þeirri ályktun skýrsluhöfunda að nánast útilokað sé að rekja megi veikindi hrossanna á Kúludalsá til offóðrunar eða rangrar meðferðar og að orsök efnaskiptaröskunar í hrossunum megi líklega rekja til flúormengunar.Telja útilokað að rekja megi veikindin til offóðrunar Að minnsta kosti 50 prósent hrossa á Kúludalsá eiga við veikindi að stríða samkvæmt niðurstöðu rannsóknar þeirra Jakobs og Sigurðar, vegna efnaskiptaröskunar sem líkist mjög sjúkdómsheilkenninu EMS (equine metabolic syndrome). Fylgdust þeir Jakob og Sigurður með fóðrun hrossa á Kúludalsá, hagagöngu, holdafari og einkennum sjúkdómsins.Eftir þá skoðun telja þeir nánast útilokað að rekja megi veikindi hrossanna til offóðrunar eða rangrar meðferðar, sem eru taldir helstu áhættuþættir EMS. Þeir segja engan vafa á að flúormengun á bænum sé umtalsverð miðað við þann styrk flúóríðs sem fannst í beinum hrossa. „Er styrkur hans í beinum um fjórfalt hærri en á svæðum þar sem ekki gætir flúormengunar af völdum eldvirkni eða iðjuvera,“ segir í samantekt skýrslunnar.„Kemur frá álverinu á Grundartanga“ Segja skýrsluhöfundar rannsóknir þeirra sýna marktæka fylgni á milli efnaskiptaröskunarinnar og styrk flúoríðs í blóði hrossanna á Kúludalsá. Segja þeir áhrifin aukast með vaxandi styrk flúoríðs og þessar niðurstöður í samræmi við það sem fundist hefur í erlendum rannsóknum á áhrifum flúoríðs á efnaskipti insúlíns og glúkósa í rottum og mönnum. „Flúormengun fylgir í sumum tilfellum heitum uppsprettum, eldfjallaösku, tilbúnum túnáburði og fóðurbæti, sem skepnum er oft gefinn. Engar heitar uppsprettur eru á því landi, sem hrossin hafa gengið á og ekki er vitað um flúormengun af völdum eldfjallaösku á því tímabili, sem veikindin hafa staðið. Túnáburður með flúor hefur ekki verið notaður á bænum og fóðurbæti hafa hrossin ekki fengið. Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga,“ segja skýrsluhöfundar. Eigandi hrossanna telur að ástæða sjúkdómsins sé mengun frá verksmiðjunum. Veikindin hófust árið 2007. Árið áður, 2006, varð óhapp í framleiðslu á iðnaðarsvæðinu og barst mikil mengun þaðan. Mikið af flúoríði mældist strax í gróðri og beinum sauðfjár á viðmiðunarbæjum, sem eru dreifðir um sveitir við Hvalfjörð.Matvælastofnun segir hrossin of feit Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendir frá sér vegna niðurstöðu skýrsluhöfunda segir að árið 2011 hafi skoðun Matvælastofnunar sannarlega leitt í ljós að flest hrossanna hafi verið of feit. „Því fer fjarri að hægt sé að útiloka offitu sem orsök veikinda hrossa á Kúludalsá eins og skýrsluhöfundar gera,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar sem segir ljóst að efnaskiptaröskunin megi rekja til offitu í hrossunum. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Fullyrt er í nýrri skýrslu að veikindi hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði megi rekja til flúormengunar sem talin er stafa frá álverinu á Grundartanga. Skýrslan er unnin af þeim Jakobi Kristinssyni prófessor og Sigurði Sigurðssyni dýralækni að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hún andmælir þeirri ályktun skýrsluhöfunda að nánast útilokað sé að rekja megi veikindi hrossanna á Kúludalsá til offóðrunar eða rangrar meðferðar og að orsök efnaskiptaröskunar í hrossunum megi líklega rekja til flúormengunar.Telja útilokað að rekja megi veikindin til offóðrunar Að minnsta kosti 50 prósent hrossa á Kúludalsá eiga við veikindi að stríða samkvæmt niðurstöðu rannsóknar þeirra Jakobs og Sigurðar, vegna efnaskiptaröskunar sem líkist mjög sjúkdómsheilkenninu EMS (equine metabolic syndrome). Fylgdust þeir Jakob og Sigurður með fóðrun hrossa á Kúludalsá, hagagöngu, holdafari og einkennum sjúkdómsins.Eftir þá skoðun telja þeir nánast útilokað að rekja megi veikindi hrossanna til offóðrunar eða rangrar meðferðar, sem eru taldir helstu áhættuþættir EMS. Þeir segja engan vafa á að flúormengun á bænum sé umtalsverð miðað við þann styrk flúóríðs sem fannst í beinum hrossa. „Er styrkur hans í beinum um fjórfalt hærri en á svæðum þar sem ekki gætir flúormengunar af völdum eldvirkni eða iðjuvera,“ segir í samantekt skýrslunnar.„Kemur frá álverinu á Grundartanga“ Segja skýrsluhöfundar rannsóknir þeirra sýna marktæka fylgni á milli efnaskiptaröskunarinnar og styrk flúoríðs í blóði hrossanna á Kúludalsá. Segja þeir áhrifin aukast með vaxandi styrk flúoríðs og þessar niðurstöður í samræmi við það sem fundist hefur í erlendum rannsóknum á áhrifum flúoríðs á efnaskipti insúlíns og glúkósa í rottum og mönnum. „Flúormengun fylgir í sumum tilfellum heitum uppsprettum, eldfjallaösku, tilbúnum túnáburði og fóðurbæti, sem skepnum er oft gefinn. Engar heitar uppsprettur eru á því landi, sem hrossin hafa gengið á og ekki er vitað um flúormengun af völdum eldfjallaösku á því tímabili, sem veikindin hafa staðið. Túnáburður með flúor hefur ekki verið notaður á bænum og fóðurbæti hafa hrossin ekki fengið. Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga,“ segja skýrsluhöfundar. Eigandi hrossanna telur að ástæða sjúkdómsins sé mengun frá verksmiðjunum. Veikindin hófust árið 2007. Árið áður, 2006, varð óhapp í framleiðslu á iðnaðarsvæðinu og barst mikil mengun þaðan. Mikið af flúoríði mældist strax í gróðri og beinum sauðfjár á viðmiðunarbæjum, sem eru dreifðir um sveitir við Hvalfjörð.Matvælastofnun segir hrossin of feit Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendir frá sér vegna niðurstöðu skýrsluhöfunda segir að árið 2011 hafi skoðun Matvælastofnunar sannarlega leitt í ljós að flest hrossanna hafi verið of feit. „Því fer fjarri að hægt sé að útiloka offitu sem orsök veikinda hrossa á Kúludalsá eins og skýrsluhöfundar gera,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar sem segir ljóst að efnaskiptaröskunin megi rekja til offitu í hrossunum.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira