Lést aðeins nokkrum tímum eftir þjálfaraviðtal hjá New York Knicks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 10:30 Sean Rooks að störfum. Vísir/AFP Sean Rooks, sem lék á sínum tíma í NBA-deildinni í tólf ár, lést í gær aðeins 46 ára gamall eftir að hafa hnigið niður á veitingastað en hann var á uppleið sem framtíðar þjálfari í NBA-deildinni. Sean Rooks var mjög vel liðinn innan NBA-fjölskyldunnar. Móðir hans gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kom fram að hún hefði misst son sinn. Sean Rooks var staddur á veitingarstað í Philadelphia. Hann var nýkominn frá New York þar sem hann fór í þjálfaraviðtal hjá New York Knicks. Sean Rooks hitti þar nýja þjálfarann Jeff Hornacek, framkvæmdastjórann Steve Mills og forsetann Phil Jackson en þar ræddu þeir möguleikann á því að Rooks yrði aðstoðarþjálfari Jeff Hornacek á næsta tímabili. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla gekk þessi fundur það vel að New York Knicks mennirnir voru bjartsýnir á það að Sean Rooks kæmi um borð og yrði aðstoðarmaður Hornacek. Sean Rooks var einmitt fæddur í New York borg árið 1969. Það var nóg að gera hjá Sean Rooks sem átti að fljúga til Kína í framhaldinu þar sem hann átti að vinna kynningarstarf fyrir NBA-deildina. Ekkert varð þó af þeirri ferð. Sean Rooks sem var 208 sentímetra miðherji lék 749 leiki í NBA-deildinni með sex liðum frá 1992 til 2004. Rooks var valinn af Dallas Mavericks en lék einnig með liðum Minnesota Timberwolves, Atlanta Hawks, Los Angeles Lakers, Los Angeles Clippers, New Orleans Hornets og Orlando Magic. Hann hafði síðustu tvö ár unnið sem einkaþjálfari leikmanna Philadelphia 76ers. Eftir að hann hætti að spila þá hafði hann byrjað á botninum og unnið sig upp sem þjálfari en þar á meðal var fimm ára starf hans í D-deildinni sem er þróunardeild fyrir NBA. Hann fékk síðan sitt fyrsta NBA-starf hjá Philadelphia 76ers og það leit út fyrir að hann væri að fá meiri ábyrgð í NBA-deildinni á komandi árum.Sean Rooks: Rest In Heaven My Friend! pic.twitter.com/y9krSHK6Yb— SHAQ (@SHAQ) June 8, 2016 We Remember Sean Rookshttps://t.co/gsavzQYIAF— NBA (@NBA) June 9, 2016 The NBA family mourns the loss of Sean Rooks, an accomplished player, popular teammate and respected coach. pic.twitter.com/F9WHh6BTtT— NBA (@NBA) June 8, 2016 NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Sean Rooks, sem lék á sínum tíma í NBA-deildinni í tólf ár, lést í gær aðeins 46 ára gamall eftir að hafa hnigið niður á veitingastað en hann var á uppleið sem framtíðar þjálfari í NBA-deildinni. Sean Rooks var mjög vel liðinn innan NBA-fjölskyldunnar. Móðir hans gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kom fram að hún hefði misst son sinn. Sean Rooks var staddur á veitingarstað í Philadelphia. Hann var nýkominn frá New York þar sem hann fór í þjálfaraviðtal hjá New York Knicks. Sean Rooks hitti þar nýja þjálfarann Jeff Hornacek, framkvæmdastjórann Steve Mills og forsetann Phil Jackson en þar ræddu þeir möguleikann á því að Rooks yrði aðstoðarþjálfari Jeff Hornacek á næsta tímabili. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla gekk þessi fundur það vel að New York Knicks mennirnir voru bjartsýnir á það að Sean Rooks kæmi um borð og yrði aðstoðarmaður Hornacek. Sean Rooks var einmitt fæddur í New York borg árið 1969. Það var nóg að gera hjá Sean Rooks sem átti að fljúga til Kína í framhaldinu þar sem hann átti að vinna kynningarstarf fyrir NBA-deildina. Ekkert varð þó af þeirri ferð. Sean Rooks sem var 208 sentímetra miðherji lék 749 leiki í NBA-deildinni með sex liðum frá 1992 til 2004. Rooks var valinn af Dallas Mavericks en lék einnig með liðum Minnesota Timberwolves, Atlanta Hawks, Los Angeles Lakers, Los Angeles Clippers, New Orleans Hornets og Orlando Magic. Hann hafði síðustu tvö ár unnið sem einkaþjálfari leikmanna Philadelphia 76ers. Eftir að hann hætti að spila þá hafði hann byrjað á botninum og unnið sig upp sem þjálfari en þar á meðal var fimm ára starf hans í D-deildinni sem er þróunardeild fyrir NBA. Hann fékk síðan sitt fyrsta NBA-starf hjá Philadelphia 76ers og það leit út fyrir að hann væri að fá meiri ábyrgð í NBA-deildinni á komandi árum.Sean Rooks: Rest In Heaven My Friend! pic.twitter.com/y9krSHK6Yb— SHAQ (@SHAQ) June 8, 2016 We Remember Sean Rookshttps://t.co/gsavzQYIAF— NBA (@NBA) June 9, 2016 The NBA family mourns the loss of Sean Rooks, an accomplished player, popular teammate and respected coach. pic.twitter.com/F9WHh6BTtT— NBA (@NBA) June 8, 2016
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira