Flugumferðarstjórar trúa því varla að Alþingi hyggist setja lög á yfirvinnubannið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2016 18:48 Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir Hljóðið er ekki gott í flugumferðarstjórum nú þegar frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi sem leggur til að bundinn verði endi á aðgerðir í kjaradeilu þeirra. Þetta segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, en Gunnar Atli Gunnarsson ræddi við hann í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Stéttin hefur verið í yfirvinnubanni síðan 6. apríl, það merkir að starfsmenn ganga sínar venjubundnu vaktir en taka ekki aukavakt ef kollegi veikist eða kemst ekki til vinnu. „Við satt best að segja trúum því tæplega að þetta verði til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Sigurjón. Hann segist jafnframt varla trúa því að leið lögbanns verði farin. Ríkisstjórn Íslands samþykkti frumvarp í morgun sem kveður á um að flugumferðarstjórar verði að láta af yfirvinnubanni sínu um leið og það verður samþykkt sem lög. Þá munu samningsaðilar hafa tvær vikur til þess að komast að samkomulagi. Náist samningar því ekki fyrir 24. júní verður skipaður Gerðardómur með þremur aðilum sem taka mun ákvörðun um kaup og kjör.Munu reyna að ná samningum eins og þeir geta Spurður um það hvort flugumferðarstjórar hyggist leita réttar síns fyrir dómstólum segist Sigurjón ekki hafa tekið púlsinn á sínum félagsmönnum en til stendur að halda félagsfund í kvöld. Heimildir Vísis herma að talsvert beri á milli samningsaðila. Samtök atvinnulífsins, sem fer með samningsumboð fyrir Isavia, telja sig bundna af þeirri launastefnu sem mörkuð hefur verið nýlega af vinnumarkaðinum. Flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir og hefur verið nefnt að stéttin vilji njóta sömu kjara og starfsbræður þeirra erlendis.En munu flugumferðarstjórar slá af kröfum sínum til að ná samningum áður en málið lendir hjá Gerðardómi? „Við munum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að ná samningum fyrir þann tíma. Hvort sem það felur í sér að við sláum það mikið af okkar kröfum til að ná samningum verður að koma í ljós.“ Sigurjón segir flugumferðarstjóra hafa bent á að einungis sé um yfirvinnubann að ræða og að stéttin hafi sinnt öllum skyldum sínum. „Yfirvinna er valkvæð. Við höfum enga skyldu til þess að sinna yfirvinnu.“ Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Hljóðið er ekki gott í flugumferðarstjórum nú þegar frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi sem leggur til að bundinn verði endi á aðgerðir í kjaradeilu þeirra. Þetta segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, en Gunnar Atli Gunnarsson ræddi við hann í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Stéttin hefur verið í yfirvinnubanni síðan 6. apríl, það merkir að starfsmenn ganga sínar venjubundnu vaktir en taka ekki aukavakt ef kollegi veikist eða kemst ekki til vinnu. „Við satt best að segja trúum því tæplega að þetta verði til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Sigurjón. Hann segist jafnframt varla trúa því að leið lögbanns verði farin. Ríkisstjórn Íslands samþykkti frumvarp í morgun sem kveður á um að flugumferðarstjórar verði að láta af yfirvinnubanni sínu um leið og það verður samþykkt sem lög. Þá munu samningsaðilar hafa tvær vikur til þess að komast að samkomulagi. Náist samningar því ekki fyrir 24. júní verður skipaður Gerðardómur með þremur aðilum sem taka mun ákvörðun um kaup og kjör.Munu reyna að ná samningum eins og þeir geta Spurður um það hvort flugumferðarstjórar hyggist leita réttar síns fyrir dómstólum segist Sigurjón ekki hafa tekið púlsinn á sínum félagsmönnum en til stendur að halda félagsfund í kvöld. Heimildir Vísis herma að talsvert beri á milli samningsaðila. Samtök atvinnulífsins, sem fer með samningsumboð fyrir Isavia, telja sig bundna af þeirri launastefnu sem mörkuð hefur verið nýlega af vinnumarkaðinum. Flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir og hefur verið nefnt að stéttin vilji njóta sömu kjara og starfsbræður þeirra erlendis.En munu flugumferðarstjórar slá af kröfum sínum til að ná samningum áður en málið lendir hjá Gerðardómi? „Við munum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að ná samningum fyrir þann tíma. Hvort sem það felur í sér að við sláum það mikið af okkar kröfum til að ná samningum verður að koma í ljós.“ Sigurjón segir flugumferðarstjóra hafa bent á að einungis sé um yfirvinnubann að ræða og að stéttin hafi sinnt öllum skyldum sínum. „Yfirvinna er valkvæð. Við höfum enga skyldu til þess að sinna yfirvinnu.“
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22
Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15