Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2016 18:22 vísir/ernir Flugumferðarstjórar funda um þessar mundir um frumvarp Ólafar Nordal þar sem lagt er til að bann verði sett á aðgerðir þeirra í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins. Deilan er orðin langvinn og hefur raskað flugsamgöngum hér á landi. Hún náði hámarki 6. apríl síðastliðinn þegar flugumferðarstjórar hófu yfirvinnubann. Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, situr á fundi og getur því ekki tjáð sig við fjölmiðla að svo stöddu. Þó ert gert ráð fyrir því að hann komi í beina útsendingu hjá Kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Í kvöld verður svo félagsfundur flugumferðarstjóra. Umhverfis- og samgöngunefnd fundar um þessar mundir og verður þingfundur boðaður þegar nefndin lýkur störfum. Gert var ráð fyrir um tveimur tímum í störf nefndarinnar og má því leiða líkum að því að þingfundur hefjist fyrir 20.00. Flugumferðarstjórar í flugturninum í Reykjavík. Yfirvinnubannið hefur haft áhrif á störf þar og í Keflavík. Fréttablaðið/Ernir„Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að grípa inn í þessa deilu,“ sagði Ólöf Nordal í samtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Eins og fram hefur komið mun það binda enda á yfirvinnubann flugumferðarstjóra þá þegar verði frumvarpið samþykkt sem lög. Þá verður fyrirkomulagið þannig að viðsemjendur hafa tvær vikur, eða til 24. júní, til að reyna til þrautar að ná samningum. Takist það ekki tekur Gerðardómur við málinu sem ákveður kaup og kjör. Afleiðingarnar alvarlegar „Ég vona svo sannarlega að það komi ekki til slíkra skipulagðra aðgerða,“ sagði Ólöf spurð um þá staðreynd að erfitt er að stýra veikindum starfsmanna. Hún segist vona að flugumferðarstjórar séu jafnheilsuhraustir og aðrir Íslendingar. Þá segir innanríkisráðherra að henni dyljist ekki að báðir viðsemjendur skilja alvarleika málsins. Ólöf segir það engan veginn ánægjulegt að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „Það gerir það enginn nema ríkar ástæður séu til.“ Hún segir það auðvitað ákjósanlegast að fólk semji um hluti sem þessa, ríkisstjórnin sé ekki beinlínis að fetta fingur út í samningaviðræðurnar sem slíkar heldur þær afleiðingar sem hnúturinn hefur á efnahag og almannahagsmuni hér á landi. Málið var afgreitt frá ríkisstjórn Íslands í dag. „Það eru það ríkir almannahagsmunir undir að stjórnvöldum ber skylda til að stýra svona málum. Ríkisstjórnin stendur einhuga á bakvið það.“En í ljósi þess að þessar aðgerðir eru þær nýjust í hrinu verkfallsaðgerða á kjörtímabilinu er þá tilefni til að taka verkfallsréttinn hreinlega af sumum stéttum? „Það er erfitt að fara að alhæfa um það,“ svaraði Ólöf. „Ég held við þurfum að bera mikla virðingu fyrir þessum rétti.“ Sú virðing gildi á báða bóga, það er að segja bæði stjórnvöld og þeir sem hafa réttinn þurfa að bera virðingu fyrir verkfallsréttinum. Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Flugumferðarstjórar funda um þessar mundir um frumvarp Ólafar Nordal þar sem lagt er til að bann verði sett á aðgerðir þeirra í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins. Deilan er orðin langvinn og hefur raskað flugsamgöngum hér á landi. Hún náði hámarki 6. apríl síðastliðinn þegar flugumferðarstjórar hófu yfirvinnubann. Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, situr á fundi og getur því ekki tjáð sig við fjölmiðla að svo stöddu. Þó ert gert ráð fyrir því að hann komi í beina útsendingu hjá Kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Í kvöld verður svo félagsfundur flugumferðarstjóra. Umhverfis- og samgöngunefnd fundar um þessar mundir og verður þingfundur boðaður þegar nefndin lýkur störfum. Gert var ráð fyrir um tveimur tímum í störf nefndarinnar og má því leiða líkum að því að þingfundur hefjist fyrir 20.00. Flugumferðarstjórar í flugturninum í Reykjavík. Yfirvinnubannið hefur haft áhrif á störf þar og í Keflavík. Fréttablaðið/Ernir„Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að grípa inn í þessa deilu,“ sagði Ólöf Nordal í samtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Eins og fram hefur komið mun það binda enda á yfirvinnubann flugumferðarstjóra þá þegar verði frumvarpið samþykkt sem lög. Þá verður fyrirkomulagið þannig að viðsemjendur hafa tvær vikur, eða til 24. júní, til að reyna til þrautar að ná samningum. Takist það ekki tekur Gerðardómur við málinu sem ákveður kaup og kjör. Afleiðingarnar alvarlegar „Ég vona svo sannarlega að það komi ekki til slíkra skipulagðra aðgerða,“ sagði Ólöf spurð um þá staðreynd að erfitt er að stýra veikindum starfsmanna. Hún segist vona að flugumferðarstjórar séu jafnheilsuhraustir og aðrir Íslendingar. Þá segir innanríkisráðherra að henni dyljist ekki að báðir viðsemjendur skilja alvarleika málsins. Ólöf segir það engan veginn ánægjulegt að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „Það gerir það enginn nema ríkar ástæður séu til.“ Hún segir það auðvitað ákjósanlegast að fólk semji um hluti sem þessa, ríkisstjórnin sé ekki beinlínis að fetta fingur út í samningaviðræðurnar sem slíkar heldur þær afleiðingar sem hnúturinn hefur á efnahag og almannahagsmuni hér á landi. Málið var afgreitt frá ríkisstjórn Íslands í dag. „Það eru það ríkir almannahagsmunir undir að stjórnvöldum ber skylda til að stýra svona málum. Ríkisstjórnin stendur einhuga á bakvið það.“En í ljósi þess að þessar aðgerðir eru þær nýjust í hrinu verkfallsaðgerða á kjörtímabilinu er þá tilefni til að taka verkfallsréttinn hreinlega af sumum stéttum? „Það er erfitt að fara að alhæfa um það,“ svaraði Ólöf. „Ég held við þurfum að bera mikla virðingu fyrir þessum rétti.“ Sú virðing gildi á báða bóga, það er að segja bæði stjórnvöld og þeir sem hafa réttinn þurfa að bera virðingu fyrir verkfallsréttinum.
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10
Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15