Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2016 16:46 Síleski listamaðurinn Marco Evaristti sem ákærður er fyrir að hella fimm lítrum af rauðum matarlit í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í fyrra. V'isir/ MARCO EVARISTTI „Við ræddum málefni sem eru mikilvæg fyrir Ísland og ég held að verk mitt hafi vakið marga til umhugsunar um verndun náttúru á Íslandi,“ segir síleski listamaðurinn Marco Evaristti sem ákærður er fyrir að hella fimm lítrum af rauðum matarlit í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í fyrra. Aðalmeðferð í máli hans fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag en Marco hafði verið sektaður fyrir athæfið en neitaði að greiða hana. Því fór það svo að hann var ákærður og mætti aftur hingað til lands til að vera viðstaddur aðalmeðferðina en þar sagðist hann hafa lagt fram sannanir sem sýni fram á að matarliturinn sé skaðlaus náttúrunni. „Þetta hvarf á nokkrum klukkutímum eftir að hverinn gaus. Það er betra að láta matarlitinn minn í hverinn heldur en að aka um á öllum þessum rútum sem flytja farþega að Geysi. Rúturnar menga andrúmsloftið með koltvíoxíð en enginn reynir að stöðva rúturnar. Þið megið henda mynt í hverinn en ekki matarlit sem mengar ekki,“ segir Marco í samtali við Vísi. Hann vill sem fyrr segir vekja Íslendinga til umhugsunar um náttúruvernd og segir það sérstakt að það þurfi útlending til að benda Íslendingum á það. „Þið mengið andrúmsloftið með álverum, enginn segir neitt við því. Þið afskræmið náttúru ykkar til að byggja vegi þar sem þið sprengið hana upp til að komast á afskekkta staði, enginn segir neitt við því. Það er ákveðinn tvískinnungur í viðhorfi Íslendinga til náttúruverndar,“ segir Marco. „Er þetta af því að ég bað ekki um leyfi,“ spyr Marco og segir það furðulegt viðhorf ef svo sé. Þá bendir hann á að íslensk ættaði listamaðurinn Ólafur Elíasson hafi sett lit í á á hálendi Íslands en enginn sagði neitt. „Er það af því hann ber eftirnafnið Elíasson en ég Evaristti,“ spyr Marco. „Ég skil ykkur ekki. Ef þið viljið í alvöru vernda náttúru ykkar verið þá ströng við alla, ekki bara útlendinga.“Marco fer frá landinu á morgun en vonast til að geta snúið aftur með börnin sín. „Ég elska Ísland og þess vegna vil ég vernda náttúruna.“ Tengdar fréttir Listamaðurinn sektaður um 100 þúsund krónur: „Ætla ekki að greiða sektina“ Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. 25. apríl 2015 18:47 Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“ Listamaðurinn hefur fengið að finna fyrir reiði Íslendinga. 26. apríl 2015 21:12 Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30 Frjáls ferða sinna hvort sem hann greiðir sektina eða ekki Marco Evaristti, listamaðurinn sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk og var í dag sektaður um 100 þúsund krónur, er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu, hvort sem hann greiðir sektina eður ei. 25. apríl 2015 22:11 Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34 Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Við ræddum málefni sem eru mikilvæg fyrir Ísland og ég held að verk mitt hafi vakið marga til umhugsunar um verndun náttúru á Íslandi,“ segir síleski listamaðurinn Marco Evaristti sem ákærður er fyrir að hella fimm lítrum af rauðum matarlit í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í fyrra. Aðalmeðferð í máli hans fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag en Marco hafði verið sektaður fyrir athæfið en neitaði að greiða hana. Því fór það svo að hann var ákærður og mætti aftur hingað til lands til að vera viðstaddur aðalmeðferðina en þar sagðist hann hafa lagt fram sannanir sem sýni fram á að matarliturinn sé skaðlaus náttúrunni. „Þetta hvarf á nokkrum klukkutímum eftir að hverinn gaus. Það er betra að láta matarlitinn minn í hverinn heldur en að aka um á öllum þessum rútum sem flytja farþega að Geysi. Rúturnar menga andrúmsloftið með koltvíoxíð en enginn reynir að stöðva rúturnar. Þið megið henda mynt í hverinn en ekki matarlit sem mengar ekki,“ segir Marco í samtali við Vísi. Hann vill sem fyrr segir vekja Íslendinga til umhugsunar um náttúruvernd og segir það sérstakt að það þurfi útlending til að benda Íslendingum á það. „Þið mengið andrúmsloftið með álverum, enginn segir neitt við því. Þið afskræmið náttúru ykkar til að byggja vegi þar sem þið sprengið hana upp til að komast á afskekkta staði, enginn segir neitt við því. Það er ákveðinn tvískinnungur í viðhorfi Íslendinga til náttúruverndar,“ segir Marco. „Er þetta af því að ég bað ekki um leyfi,“ spyr Marco og segir það furðulegt viðhorf ef svo sé. Þá bendir hann á að íslensk ættaði listamaðurinn Ólafur Elíasson hafi sett lit í á á hálendi Íslands en enginn sagði neitt. „Er það af því hann ber eftirnafnið Elíasson en ég Evaristti,“ spyr Marco. „Ég skil ykkur ekki. Ef þið viljið í alvöru vernda náttúru ykkar verið þá ströng við alla, ekki bara útlendinga.“Marco fer frá landinu á morgun en vonast til að geta snúið aftur með börnin sín. „Ég elska Ísland og þess vegna vil ég vernda náttúruna.“
Tengdar fréttir Listamaðurinn sektaður um 100 þúsund krónur: „Ætla ekki að greiða sektina“ Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. 25. apríl 2015 18:47 Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“ Listamaðurinn hefur fengið að finna fyrir reiði Íslendinga. 26. apríl 2015 21:12 Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30 Frjáls ferða sinna hvort sem hann greiðir sektina eða ekki Marco Evaristti, listamaðurinn sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk og var í dag sektaður um 100 þúsund krónur, er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu, hvort sem hann greiðir sektina eður ei. 25. apríl 2015 22:11 Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34 Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Listamaðurinn sektaður um 100 þúsund krónur: „Ætla ekki að greiða sektina“ Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. 25. apríl 2015 18:47
Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“ Listamaðurinn hefur fengið að finna fyrir reiði Íslendinga. 26. apríl 2015 21:12
Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30
Frjáls ferða sinna hvort sem hann greiðir sektina eða ekki Marco Evaristti, listamaðurinn sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk og var í dag sektaður um 100 þúsund krónur, er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu, hvort sem hann greiðir sektina eður ei. 25. apríl 2015 22:11
Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34
Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58