Viðskipti innlent

Jakob nýr stjórnarformaður Creditinfo

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jakob Sigurðsson
Jakob Sigurðsson
Jakob Sigurðsson er nýr stjórnarformaður Creditinfo Group en hann tekur við af Reyni Grétarssyni sem gegnt hefur formennsku frá árinu 2008. Jafnframt kemur Nora Kerppola ný inn í stjórnina. Reynir Grétarsson verður áfram forstjóri félagsins.

Í tilkynningu segir að Jakob hafi verið forstjóri Promens á árunum 2011 -2015. Þá starfaði hann áður sem framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá deCODE genetics og þar áður var hann forstjóri Alfesca, áður SÍF. Þá gegndi Jakob um árabil ýmsum stjórnunarstörfum, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, hjá fyrirtækinu Rohm and Haas (Dow Chemical).

Jakob útskrifaðist með B.S. gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands 1989 og MBA gráðu frá Kellogg stjórnunarskólanum við Northwestern University í Illinois í Bandaríkjunum árið 1995.

„Það er virkilega spennandi og eftirsóknarvert að koma að frekari uppbyggingu Creditinfo á erlendri grundu, enda eru mikil tækifæri fólgin í þeirri stöðu sem fyrirtækið hefur skapað sér á undanförnum árum,“ er haft eftir Jakobi í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×