Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2016 14:38 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. Vísir/GVA Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt. Það sé þó aldrei góð staða takist ekki að leiða deilur til lykta með samningum. „Mér finnst þetta inngrip skiljanlegt í ljósi aðstæðna sem upp eru komnar í þessari deilu. Það er hins vegar aldrei ákjósanlegt að ekki sé hægt að leiða deilur til lykta með samningum. Það er sá farvegur sem við viljum sjá í þessum málum,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Ákveðið var í dag á fundi ríkisstjórnarinnar að Ólöf Nordal innanríkisráðherra myndi leggja fram tvö frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. Flugumferðarstjórar hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og Isavia frá því í október á síðasta ári. Samningaviðræður hafa gengið illa og hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Þorsteinn fagnar því þó að deiluaðilar fái frest til þess að ná samningum. Ljóst er að töluvert ber á milli deiluaðila og illa hefur gengið að ná samningum. Síðasti fundur á milli flugumferðarstjóra og SA fór fram á föstudag án þess að boðað yrði til nýs fundar. Þorsteinn segir að innan SA sé fullur vilji til þess að ná fram samningum en samtökin séu bundin af SALEK-samkomulaginu, frá því verði ekki hvikað. „Af okkar hálfu er fullur vilji til þess að ná fram samningum. En við höfum sagt að við erum bundin af þeirri launastefnu sem mörkuð hefur verið af vinnumarkaðinum og lagði þann grunn að þeim friði sem þar ríkir nú. Sú afstaða okkar er óbreytt og frá henni getum við ekki hvikað,“ segir Þorsteinn. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt. Það sé þó aldrei góð staða takist ekki að leiða deilur til lykta með samningum. „Mér finnst þetta inngrip skiljanlegt í ljósi aðstæðna sem upp eru komnar í þessari deilu. Það er hins vegar aldrei ákjósanlegt að ekki sé hægt að leiða deilur til lykta með samningum. Það er sá farvegur sem við viljum sjá í þessum málum,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Ákveðið var í dag á fundi ríkisstjórnarinnar að Ólöf Nordal innanríkisráðherra myndi leggja fram tvö frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. Flugumferðarstjórar hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og Isavia frá því í október á síðasta ári. Samningaviðræður hafa gengið illa og hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Þorsteinn fagnar því þó að deiluaðilar fái frest til þess að ná samningum. Ljóst er að töluvert ber á milli deiluaðila og illa hefur gengið að ná samningum. Síðasti fundur á milli flugumferðarstjóra og SA fór fram á föstudag án þess að boðað yrði til nýs fundar. Þorsteinn segir að innan SA sé fullur vilji til þess að ná fram samningum en samtökin séu bundin af SALEK-samkomulaginu, frá því verði ekki hvikað. „Af okkar hálfu er fullur vilji til þess að ná fram samningum. En við höfum sagt að við erum bundin af þeirri launastefnu sem mörkuð hefur verið af vinnumarkaðinum og lagði þann grunn að þeim friði sem þar ríkir nú. Sú afstaða okkar er óbreytt og frá henni getum við ekki hvikað,“ segir Þorsteinn.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10
Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15