Tilbúin að drepast þó það væri strax á morgun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júní 2016 20:24 Guðný Baldvinsdóttir, 102 ára íbúi í Borgarnesi hefur aldrei farið í sund, aldrei í leikfimi og aldrei drukkið lýsi, áfengi eða reykt. Guðný er mjög ern og hress og líður vel á dvalarheimilinu Brákarhlíð. Hún fer í gönguferðir á hverjum degi með göngugrindina sína og það fer vel um hana í rúmgóðu herbergi. Hún gerir mikið af því að prjóna og lesa. Guðný er fædd í Hvítársíðu í Borgarfirði en þaðan fluttist hún að Grenjum og síðan ráðskona á Leirulæk á Mýrum í tæplega 40 ár. Guðný er mjög nægjusöm og hógvær og henni finnst ekkert merkilegt að vera orðin 102 ára gömul. „Mér finnst það ekkert merkilegt og ég hef aldrei fundið neitt við það og mér finnst það með ólíkindum að maður skuli ekki fá frið, það þurfi að koma í útvarpið eða í blöðum eða einhver viðtöl þegar maður er orðinn nógu afgamall og farinn að sljóvgast, þá geti maður ekki haft sín rólegheit eins og maður hafði alltaf, maður var ekki svo merkilega persóna. Ég held að ég hafi ekkert fengið neina bót á því þegar ég varð 100 ára, ekki var ég vör við það“, segir Guðný. En er Guðný ekki ánægð með þá athygli sem hún fær ? „Nei, ég hef aldrei verið athyglissjúk og vona að ég verið það ekki.“ En hvað ætlar hún að verða gömul? „Eins og forsjónin sér um, ég er tilbúin að drepast þó það væri strax á morgun.“ Guðný hefur aldrei þurft að taka lyf í gegnum þessi 102 ár. „Ég hef ekkert haft við það að gera, ég hef haft góða heilsu og lifað á því,“ segir hún. Guðný kann mörg hundruð vísur. Í fréttinni hér að ofan má sjá Guðnýju fara með eina þeirra. En hefur Guðný einhvern tímann bragðað áfengi? „Nei, aldrei smakkað það og aldrei reykt, aldrei tekið lýsi og aldrei farið í leikfimi og aldrei farið í sund,“ segir Guðný. Hún var spurð hvort hún væri að segja satt. „Já, ég er að segja satt,“ sagði Guðný þá. Borgarbyggð Eldri borgarar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Guðný Baldvinsdóttir, 102 ára íbúi í Borgarnesi hefur aldrei farið í sund, aldrei í leikfimi og aldrei drukkið lýsi, áfengi eða reykt. Guðný er mjög ern og hress og líður vel á dvalarheimilinu Brákarhlíð. Hún fer í gönguferðir á hverjum degi með göngugrindina sína og það fer vel um hana í rúmgóðu herbergi. Hún gerir mikið af því að prjóna og lesa. Guðný er fædd í Hvítársíðu í Borgarfirði en þaðan fluttist hún að Grenjum og síðan ráðskona á Leirulæk á Mýrum í tæplega 40 ár. Guðný er mjög nægjusöm og hógvær og henni finnst ekkert merkilegt að vera orðin 102 ára gömul. „Mér finnst það ekkert merkilegt og ég hef aldrei fundið neitt við það og mér finnst það með ólíkindum að maður skuli ekki fá frið, það þurfi að koma í útvarpið eða í blöðum eða einhver viðtöl þegar maður er orðinn nógu afgamall og farinn að sljóvgast, þá geti maður ekki haft sín rólegheit eins og maður hafði alltaf, maður var ekki svo merkilega persóna. Ég held að ég hafi ekkert fengið neina bót á því þegar ég varð 100 ára, ekki var ég vör við það“, segir Guðný. En er Guðný ekki ánægð með þá athygli sem hún fær ? „Nei, ég hef aldrei verið athyglissjúk og vona að ég verið það ekki.“ En hvað ætlar hún að verða gömul? „Eins og forsjónin sér um, ég er tilbúin að drepast þó það væri strax á morgun.“ Guðný hefur aldrei þurft að taka lyf í gegnum þessi 102 ár. „Ég hef ekkert haft við það að gera, ég hef haft góða heilsu og lifað á því,“ segir hún. Guðný kann mörg hundruð vísur. Í fréttinni hér að ofan má sjá Guðnýju fara með eina þeirra. En hefur Guðný einhvern tímann bragðað áfengi? „Nei, aldrei smakkað það og aldrei reykt, aldrei tekið lýsi og aldrei farið í leikfimi og aldrei farið í sund,“ segir Guðný. Hún var spurð hvort hún væri að segja satt. „Já, ég er að segja satt,“ sagði Guðný þá.
Borgarbyggð Eldri borgarar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira