Erlent

Berlusconi fluttur á sjúkrahús

Samúel Karl Ólason skrifar
Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. Vísir/EPA
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið fluttur á sjúkrahús. Talskona stjórnmálaflokks Berlusconi segir að hann eigi í vandræðum með hjartað í sér, en það sé „ekkert til að hafa áhyggjur af“.

Forsætisráðherrann fyrrverandi er 79 ára gamall, en samkvæmt BBC far hann fluttur á San Raffaele sjúkrahúsið í Mílanó. Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu segir að hann verði á sjúkrahúsinu til eftirlits næstu daga.

Berlusconi var forsætisráðherra Ítalíu fjórum sinnum en hann hefur verið dæmdur fyrir skattsvik og mútur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×