Lífið

Dagur í lífi frambjóðanda: Guðrún Margrét Pálsdóttir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Forsetaframbjóðendurnir níu munu á næstu dögum sjá um Snapchat-reikning kvöldfrétta Stöðvar 2. Þar munu þeir leyfa áhorfendum að skyggnast á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði.

Guðrún Margrét Pálsdóttir reið á vaðið í gær og veitti áhugasömum innsýn í daglegt líf forsetaframbjóðenda á þessum síðustu vikum framboðsins.

Myndband af degi hennar má sjá hér að ofan. Þar kennir ýmissa grasa og mætti með sanni segja að stjarna myndbandsins sé Neró, smáhundur Guðrúnar.

Sjá einnig: Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat

Fleiri forsetaframbjóðendur munu fylgja í kjölfar Guðrúnar og geta áhugasamir fylgst með ævintýrum hennar með því að bæta við Snapchat-reikningnum stod2frettir.

Frambjóðendunum 9 hefur verið boðið að nýta sér aðgang fréttastofunnar. Með því að kveikja á Snapchat og beina myndavélinni að gula reitnum geturðu bætt við Kvöldfréttum Stöðvar 2 með einföldum hætti.Vísir

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.