Var staddur í fríi í Mónakó þegar hann komst í rússneska landsliðið á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2016 10:30 Artur Yusupov sést hér mættur á æfingu með rússneska landsliðinu. Vísir/AFP Sumarfrí rússneska miðjumannsins Artur Yusupov endaði með óvæntum hætti þegar kappinn var kallaður inn í rússneska landsliðið fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst á föstudaginn kemur. Artur Yusupov er 26 ára gamall og leikur með liði Zenit Sankti Pétursborg í heimalandinu. Hann kemur inn í rússneska hópinn fyrir Igor Denisov. Igor Denisov tognaði aftan í læri í 1-1 jafntefli Rússa og Serba í vináttulandsleik í Mónakó á sunnudaginn. Denisov er 32 ára gamall og á að baki 54 landsleiki eða 52 fleiri en umræddur Artur Yusupov. Yusupov hefur spilað tvo landsleiki og þeir voru báðir vináttulandsleikir. Hvort sem það var tilviljun eða ekki þá var Artur Yusupov í sumarfríi í Mónakó og gisti á sama hóteli og rússneska liðið sem var þar í æfingabúðum. „Svona gerðist þetta nákvæmlega," viðurkenndi Artur Yusupov í samtali við Guardian. „Ég er búinn að vera í fríi í fjórtán daga og auðvitað er ég aðeins dottinn úr formi. Ég veit því ekki alveg hvernig ástandið verður á mér," sagði Yusupov. Artur Yusupov spilaði 23 leiki á sínu fyrsta tímabili með Zenit Sankti Pétursborg en hann lék áður með Dynamo Moskvu í fjögur tímabil þar á undan. „Ég ætlaði að fljúga aftur heim til Moskvu í dag (í gær). Ég var ekki einu sinni með fótboltaskóna með mér og engin föt sem voru til þess fallin að spila fótbolta í," sagði Artur Yusupov. Artur Yusupov þurfti meira að fá skó lánaða hjá liðsfélaga sínum í landsliðinu þegar rússneska liðið æfði í gær. Fyrsti leikur Rússa á EM í Frakklandi verður á móti Englendingum á laugardaginn en Rússar eru líka í riðli með Wales og Slóvakíu.Artur Yusupov is expected to replace injured Igor Denisov in Russia's #EURO2016 squad. pic.twitter.com/JszPESFQF5— UEFA EURO 2016 (@UEFAEURO) June 6, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Sumarfrí rússneska miðjumannsins Artur Yusupov endaði með óvæntum hætti þegar kappinn var kallaður inn í rússneska landsliðið fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst á föstudaginn kemur. Artur Yusupov er 26 ára gamall og leikur með liði Zenit Sankti Pétursborg í heimalandinu. Hann kemur inn í rússneska hópinn fyrir Igor Denisov. Igor Denisov tognaði aftan í læri í 1-1 jafntefli Rússa og Serba í vináttulandsleik í Mónakó á sunnudaginn. Denisov er 32 ára gamall og á að baki 54 landsleiki eða 52 fleiri en umræddur Artur Yusupov. Yusupov hefur spilað tvo landsleiki og þeir voru báðir vináttulandsleikir. Hvort sem það var tilviljun eða ekki þá var Artur Yusupov í sumarfríi í Mónakó og gisti á sama hóteli og rússneska liðið sem var þar í æfingabúðum. „Svona gerðist þetta nákvæmlega," viðurkenndi Artur Yusupov í samtali við Guardian. „Ég er búinn að vera í fríi í fjórtán daga og auðvitað er ég aðeins dottinn úr formi. Ég veit því ekki alveg hvernig ástandið verður á mér," sagði Yusupov. Artur Yusupov spilaði 23 leiki á sínu fyrsta tímabili með Zenit Sankti Pétursborg en hann lék áður með Dynamo Moskvu í fjögur tímabil þar á undan. „Ég ætlaði að fljúga aftur heim til Moskvu í dag (í gær). Ég var ekki einu sinni með fótboltaskóna með mér og engin föt sem voru til þess fallin að spila fótbolta í," sagði Artur Yusupov. Artur Yusupov þurfti meira að fá skó lánaða hjá liðsfélaga sínum í landsliðinu þegar rússneska liðið æfði í gær. Fyrsti leikur Rússa á EM í Frakklandi verður á móti Englendingum á laugardaginn en Rússar eru líka í riðli með Wales og Slóvakíu.Artur Yusupov is expected to replace injured Igor Denisov in Russia's #EURO2016 squad. pic.twitter.com/JszPESFQF5— UEFA EURO 2016 (@UEFAEURO) June 6, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira