Erlent

Sprengjuárás í Istanbul

Mikill viðbúnaður er í borginni.
Mikill viðbúnaður er í borginni. Vísir/AFP
Að minnsta kosti ellefu eru látnir og 36 særðir eftir að sprengja sprakk í stórborginni Istanbul í Tyrklandi í morgun. Björgunarlið er á staðnum en fregnir af atbuðrinum eru enn óljósar. Svo virðist sem skotmarkið hafi verið lögreglubíll sem var á ferð í miðborginni í hverfinu Vezneciler.

Ofbeldi í Tyrklandi hefur farið hríðvaxandi vegna átaka við frelsissinnaða Kúrda og vegna borgarastríðsins í nágrannalandinu Sýrlandi. Sprengingin varð á háannatíma í morgun nálægt vinsælum ferðamannastað, Bayezit torgi og herma fregnir að strax eftir spregninguna hafi skothvellir heyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×