Ögmundur mikils metinn í Svíþjóð: "Gagnrýnin kemur á óvart“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júní 2016 08:30 Ögmundur Kristinsson hefur fengið mörg tækifæri með íslenska landsliðinu. vísir/getty Hannes Þór Halldórsson sneri aftur í mark íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í gærkvöldi og hélt hreinu í 4-0 sigurleik strákanna okkar gegn Liechtenstein. Þetta voru fyrstu 90 mínútur Hannesar með landsliðinu síðan hann fór úr axlarlið fyrir leik gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 síðasta haust. Ögmundur Kristinsson hefur fengið tækifærið í fjarveru Hannesar en átt í miklu basli með að halda markinu hreinu. Ögmundur byrjaði sjö leiki frá og með lokaleik undankeppninnar og þar til kom að vináttuleiknum gegn Noregi í síðustu viku. Ögmundur spilaði fimm heila leiki og tvo hálfleiki og fékk í heildina á sig 17 mörk á 540 mínútum. Hann fékk að meðaltali mark á sig á hálftíma fresti. Hannes spilaði seinni hálfleikinn gegn Grikklandi í mars og hélt hreinu og gerði það svo aftur í gærkvöldi.Ögmundur á landsliðsæfingu í síðustu viku.vísir/hannaPælir ekki í gagnrýni Sigurinn gegn Liechtenstein í gærkvöldi var aðeins í annað sinn frá lokum undankeppninnar sem íslenska liðið heldur hreinu. Strákarnir okkar héldu einnig hreinu í 1-0 sigri á Finnum í janúar þar sem Ingvar Jónsson og Haraldur Björnsson skiptu með sér sitthvorum hálfleiknum. Ögmundur hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu frá sparkspekingum sem og þjóðinni á samfélagsmiðlum en í viðtali við Vísis í lok síðustu viku sagði hann þetta ekki hafa áhrif á sig. „Nei, ég les voða lítið af svona. Maður veit það best sjálfur ef maður hefur átt slakan leik. Svona vindur líka upp á sig. Ef svona gerist einu sinni þá er létt að halda áfram að gagnrýna sama einstakling. Þetta truflar mig samt ekkert þar sem ég hef traustið frá þjálfurum liðsins og leikmönnunum,“ sagði Ögmundur.Fallið án Ögmundar Daniel Kristoffersson, fótboltablaðamaður og pistlahöfundur hjá Expressen í Svíþjóð, segir þessa gagnrýni á Ögmund koma mjög á óvart miðað við það sem hann þekkir til Framarans í sænsku úrvalsdeildinni. Ögmundur spilar þar með Hammarby. „Þetta kemur mér mjög á óvart. Hann er virkilega mikils metinn hér í Svíþjóð og má alveg segja að hann hafi verið á meðal bestu leikmanna deildarinnar frá því hann kom. Ögmundur er mjög traustur markvörður og verið það í langan tíma,“ segir Kristoffersson í samtali við Vísi. „Stuðningsmenn Hammarby töluðu um það á síðustu leiktíð að án hans hefði liðið líklega fallið. Það er kannski aðeins of sterkt til orða tekið en hann var aðalmaðurinn. Hann er besti leikmaður liðsins ásamt Birki Má Sævarssyni. Hér í Svíþjóð finnst okkur ekkert skrítið að hann fái alla þessa leiki og þetta traust hjá íslenska landsliðinu.“ Ögmundur er búinn að spila alla tólf leikina fyrir Hammarby til þessa á leiktíðinni. Liðið er í fjórtánda sæti af sextán liðum með þrettán stig og búið að fá á sig 22 mörk. Aðeins þrjú önnur lið hafa fengið á sig fleiri mörk.Ögmundur Kristinsson er eftirsóttur.vísir/hannaGæti farið til stærra liðs Samkvæmt tölfræði sænsku úrvalsdeildarinnar er Ögmundur búinn að verja 34 skot á leiktíðinni og er með 61 prósent hlutfallsmarkvörslu sem er á meðal þess lægsta í deildinni. „Ögmundur hefur tekið smá dýfu eftir að hann kom úr síðustu landsliðsferð. En málið er að Hammarby fær á sig svo mörg mörk sem hann getur ekkert gert í. Liðið er með svo skelfilega vörn og sérstaklega dapra miðverði,“ segir Kristoffersson. „Miðverðirnir eru alveg skelfilegir. Mörg markanna sem Ögmundur fær á sig eru eftir einstaklingsmistök í vörninni. Það má alveg kenna Ögmundi um sum mörkin en miðverðirnir eru hörmung.“ Sænski blaðamaðurinn segir áhuga vera á Ögmundi frá stærri liðum utan Svíþjóðar sem gefur til kynna hversu góður hann er. „Ég hef heyrt orðróm um að stærri félög eru að skoða hann. Ég veit samt að hann er gríðarlega mikils metinn innan Hammarby og þar á bæ verður allt gert svo hann klári tímabilið með liðinu,“ segir Daniel Kristofferson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson sneri aftur í mark íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í gærkvöldi og hélt hreinu í 4-0 sigurleik strákanna okkar gegn Liechtenstein. Þetta voru fyrstu 90 mínútur Hannesar með landsliðinu síðan hann fór úr axlarlið fyrir leik gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 síðasta haust. Ögmundur Kristinsson hefur fengið tækifærið í fjarveru Hannesar en átt í miklu basli með að halda markinu hreinu. Ögmundur byrjaði sjö leiki frá og með lokaleik undankeppninnar og þar til kom að vináttuleiknum gegn Noregi í síðustu viku. Ögmundur spilaði fimm heila leiki og tvo hálfleiki og fékk í heildina á sig 17 mörk á 540 mínútum. Hann fékk að meðaltali mark á sig á hálftíma fresti. Hannes spilaði seinni hálfleikinn gegn Grikklandi í mars og hélt hreinu og gerði það svo aftur í gærkvöldi.Ögmundur á landsliðsæfingu í síðustu viku.vísir/hannaPælir ekki í gagnrýni Sigurinn gegn Liechtenstein í gærkvöldi var aðeins í annað sinn frá lokum undankeppninnar sem íslenska liðið heldur hreinu. Strákarnir okkar héldu einnig hreinu í 1-0 sigri á Finnum í janúar þar sem Ingvar Jónsson og Haraldur Björnsson skiptu með sér sitthvorum hálfleiknum. Ögmundur hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu frá sparkspekingum sem og þjóðinni á samfélagsmiðlum en í viðtali við Vísis í lok síðustu viku sagði hann þetta ekki hafa áhrif á sig. „Nei, ég les voða lítið af svona. Maður veit það best sjálfur ef maður hefur átt slakan leik. Svona vindur líka upp á sig. Ef svona gerist einu sinni þá er létt að halda áfram að gagnrýna sama einstakling. Þetta truflar mig samt ekkert þar sem ég hef traustið frá þjálfurum liðsins og leikmönnunum,“ sagði Ögmundur.Fallið án Ögmundar Daniel Kristoffersson, fótboltablaðamaður og pistlahöfundur hjá Expressen í Svíþjóð, segir þessa gagnrýni á Ögmund koma mjög á óvart miðað við það sem hann þekkir til Framarans í sænsku úrvalsdeildinni. Ögmundur spilar þar með Hammarby. „Þetta kemur mér mjög á óvart. Hann er virkilega mikils metinn hér í Svíþjóð og má alveg segja að hann hafi verið á meðal bestu leikmanna deildarinnar frá því hann kom. Ögmundur er mjög traustur markvörður og verið það í langan tíma,“ segir Kristoffersson í samtali við Vísi. „Stuðningsmenn Hammarby töluðu um það á síðustu leiktíð að án hans hefði liðið líklega fallið. Það er kannski aðeins of sterkt til orða tekið en hann var aðalmaðurinn. Hann er besti leikmaður liðsins ásamt Birki Má Sævarssyni. Hér í Svíþjóð finnst okkur ekkert skrítið að hann fái alla þessa leiki og þetta traust hjá íslenska landsliðinu.“ Ögmundur er búinn að spila alla tólf leikina fyrir Hammarby til þessa á leiktíðinni. Liðið er í fjórtánda sæti af sextán liðum með þrettán stig og búið að fá á sig 22 mörk. Aðeins þrjú önnur lið hafa fengið á sig fleiri mörk.Ögmundur Kristinsson er eftirsóttur.vísir/hannaGæti farið til stærra liðs Samkvæmt tölfræði sænsku úrvalsdeildarinnar er Ögmundur búinn að verja 34 skot á leiktíðinni og er með 61 prósent hlutfallsmarkvörslu sem er á meðal þess lægsta í deildinni. „Ögmundur hefur tekið smá dýfu eftir að hann kom úr síðustu landsliðsferð. En málið er að Hammarby fær á sig svo mörg mörk sem hann getur ekkert gert í. Liðið er með svo skelfilega vörn og sérstaklega dapra miðverði,“ segir Kristoffersson. „Miðverðirnir eru alveg skelfilegir. Mörg markanna sem Ögmundur fær á sig eru eftir einstaklingsmistök í vörninni. Það má alveg kenna Ögmundi um sum mörkin en miðverðirnir eru hörmung.“ Sænski blaðamaðurinn segir áhuga vera á Ögmundi frá stærri liðum utan Svíþjóðar sem gefur til kynna hversu góður hann er. „Ég hef heyrt orðróm um að stærri félög eru að skoða hann. Ég veit samt að hann er gríðarlega mikils metinn innan Hammarby og þar á bæ verður allt gert svo hann klári tímabilið með liðinu,“ segir Daniel Kristofferson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira