Fylgi Guðna haggast ekki Fanney Birna Jónsdóttir og Jón Hákon Halldórsson skrifa 7. júní 2016 04:00 Guðni Th. Jóhannesson heldur öruggu forskoti sínu á aðra frambjóðendur til forseta Íslands, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka myndu kjósa Guðna í embættið ef kosið væri nú. Tæp átján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson, tæp ellefu Andra Snæ Magnason og rúm sjö prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Aðrir eru með minna. Þetta þýðir að fylgi frambjóðendanna er nánast óbreytt frá því í könnun sem birtist í Fréttablaðinu á þriðjudaginn fyrir viku. Þar var Guðni einnig með stuðning 60 prósenta þeirra sem afstöðu tóku, Davíð Oddsson tæplega nítján, Andri Snær með rúmlega 11 prósent og Halla tæplega sex prósent. Breytingin er í öllum tilfellum innan vikmarka. Kosningar fara fram laugardaginn 25. júní, eða eftir átján daga. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að niðurstöður könnunarinnar, sem og annarra sem gerðar hafa verið síðustu vikur sýni að línur séu að skýrast. „Þær sýna svo ótvírætt forskot Guðna. Davíð hefur ekki farið mikið upp fyrir tuttugu prósent. Aðrir eru svo með minna. Það er helst Halla sem er að sækja í sig veðrið og nálgast Andra.“ Hún segir svona mikið forskot eins frambjóðanda geta orðið til þess að kjörsókn verði lakari en ella. „Ef það er mjótt á mununum getur fólk talið að það skipti frekar máli að mæta á kjörstað til að hafa áhrif á niðurstöðuna.“ Þegar rýnt er í niðurstöðu eftir kynjum sést að Andri Snær hefur umtalsvert meiri stuðning meðal kvenna en karla. Þrettán prósent kvenna sem afstöðu taka segjast myndu kjósa hann en 8,6 prósent karla. Guðni Th. hefur einnig talsvert meira fylgi meðal kvenna en 67 prósent kvenna styðja hann á móti tæplega 54 prósentum karla, Halla Tómasdóttir hefur stuðning 8,4 prósent karla en 6,2 prósent kvenna. Sá munur er þó innan vikmarka. Davíð Oddsson er líka vinsælli meðal karla en 24,8 prósent karla styðja hann á móti 11,1 prósenti kvenna. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 6. júní. Hringt var í 924 manns þar til náðist í 800 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 67,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson heldur öruggu forskoti sínu á aðra frambjóðendur til forseta Íslands, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka myndu kjósa Guðna í embættið ef kosið væri nú. Tæp átján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson, tæp ellefu Andra Snæ Magnason og rúm sjö prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Aðrir eru með minna. Þetta þýðir að fylgi frambjóðendanna er nánast óbreytt frá því í könnun sem birtist í Fréttablaðinu á þriðjudaginn fyrir viku. Þar var Guðni einnig með stuðning 60 prósenta þeirra sem afstöðu tóku, Davíð Oddsson tæplega nítján, Andri Snær með rúmlega 11 prósent og Halla tæplega sex prósent. Breytingin er í öllum tilfellum innan vikmarka. Kosningar fara fram laugardaginn 25. júní, eða eftir átján daga. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að niðurstöður könnunarinnar, sem og annarra sem gerðar hafa verið síðustu vikur sýni að línur séu að skýrast. „Þær sýna svo ótvírætt forskot Guðna. Davíð hefur ekki farið mikið upp fyrir tuttugu prósent. Aðrir eru svo með minna. Það er helst Halla sem er að sækja í sig veðrið og nálgast Andra.“ Hún segir svona mikið forskot eins frambjóðanda geta orðið til þess að kjörsókn verði lakari en ella. „Ef það er mjótt á mununum getur fólk talið að það skipti frekar máli að mæta á kjörstað til að hafa áhrif á niðurstöðuna.“ Þegar rýnt er í niðurstöðu eftir kynjum sést að Andri Snær hefur umtalsvert meiri stuðning meðal kvenna en karla. Þrettán prósent kvenna sem afstöðu taka segjast myndu kjósa hann en 8,6 prósent karla. Guðni Th. hefur einnig talsvert meira fylgi meðal kvenna en 67 prósent kvenna styðja hann á móti tæplega 54 prósentum karla, Halla Tómasdóttir hefur stuðning 8,4 prósent karla en 6,2 prósent kvenna. Sá munur er þó innan vikmarka. Davíð Oddsson er líka vinsælli meðal karla en 24,8 prósent karla styðja hann á móti 11,1 prósenti kvenna. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 6. júní. Hringt var í 924 manns þar til náðist í 800 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 67,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira