Fótbolti

Birkir Már: Hefði kannski frekar viljað skora svona 1/100 mark á EM

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birkir Már var frábær í kvöld
Birkir Már var frábær í kvöld vísir/eyþór
„Boltinn kom bara skoppandi og ég ákvað að flengja honum í áttina að markinu,“ segir Birkir Már Sævarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir 4-0 sigur á Liechtenstein í kvöld. Birkir Már skoraði stórkostlegt mark og var það hans fyrsta fyrir íslenska landsliðið.  

Ísland er núna á leiðinni til Frakklands og fer liðið út í fyrramálið. Fyrsti leikur á EM verður síðan 14. júní gegn Portúgal.

„Nú verður maður bara að reyna setja boltann í netið út í Frakklandi. Smá pirrandi reyndar að setja svona 1/100 skotum í netið hér, en ekki á EM.“

Birkir segir að það sé mjög gott upp á sjálfstraustið að vinna svona sterkan sigur.

„Það er gott að fara með eitthvað jákvætt til Frakklands. Við vorum mjög góðir í kvöld og létum þá bara líta illa út.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×